Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1951, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.04.1951, Qupperneq 15
SIÍINFAXI 15 Indverjar með lielg dýr. almennt, í öðru lagi að bæta kennsluna í almennum fræðum, vísindum og tækni til þess á þann hátt að stuðla að auknu andlegu sjálfstæði landsins og ala sér upp innlenda mennta- og vísindamenn, — og i þriðja lagi að endurskipuleggja það skólakerfi, sem fyrir var í landinu, með það fyrir augum að gera það þjóðlegt, svo byggt verði á fornum erfðum og þjóð- legri menningu. Veigamesta atriði þessa viðfangsefnis er grundvallarnámið, sem verður ókeypis og almenn skólaskylda barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þetta þýðir átta ára skólagöngu fyrir að minnsta kosti fimmtíu og sex milljónir barna. Hugtakið grundvallarnám þarf frekari skýringa við. Fyrir meira en tólf árum lagði Mahatma Gandhi til, að nám barna yrði fyrst og fremst miðað við það, að hæfileikar og gáfur hvers og eins fengju notið sín sem bezt. Hann sagði: „Það er í sjálfu sér ekki menntun að kunna að lesa. Ég myndi þess vegna byrja kennsluna á því að kenna barninu einhverja nyt- sama handiðn og gera það þannig hæft til þess á frumstigi námsins að búa eitthvað til í höndunum. Á þann hátt mætti láta alla skóla standa undir sér.“ Þessi kenning um starfsnám var studd af ráðstefnu skóla- manna í Wardha og kom af stað hreyfingunni fyrir grund- vallarnáminu. Grundvallarnám er ekki einungis fólgið í því að gera barnið fært í lestri og skrift, heldur jafnframt að kenna því að nota hendur og augu, umhverfi sínu til gagns. En það er ekki síður talið þýðingarmikið atriði fyrir fljótar

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.