Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 16

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 16
16 SKINFAXÍ framfarir í landinu, að aukin sé menntun hinna 240 milljóna fullorðinna, sem hvorki kunna að lesa né skrifa. Ef til vilJ er það meira aðkallandi, því að í lýðræðislandi getur ómennt- aður kjósandi ekki tekizt á hendur þær skyldur, sem á herð- ar honum eru lagðar. Hér er ekki einungis miðað að því að gera fólkið læst. Alhliða þroski er hér nauðsynlegur, svo menn fái áhuga á málefnum landsins og stjórn. Fræðsla fullorð- inna hefur því verið stórlega aukin, og til þess að undirstrika þá breytingu hefur hún verið nefnd alþýðufræðsla. Þegar þessar áætlanir voru endurskoðaðar, voru sett á fót ný fræðsluráð, og vegna hinnar brýnu þarfar á aukinni al- þýðumenntun, hefur verið ákveðið, að hin almenna skóla- skylda komi til framkvæmda á sextán árum. Þessu takmarki á að ná í áföngum. Eftir tíu ár er gert ráð fyrir, að öll börn verði skólaskyld til ellefu ára aldurs, en upp frá því verður einu ári bætt við skólaskylduna á tveggja ára fresti, þar til takmarkinu er náð, að öll börn verði skólaskyld til fjórtán ára aldurs. Aragrúa kennara þarf til þess að koma þessum áformum í kring, bæði til að annast fræðslu hinna fullorðnu og almennu skólaskylduna. Fjöldi kennara verður tvær til þrjár milljónir. Hvort sem stjórnin krefst háskólamenntunar af kennurum. eins og lagt hefur verið til, eða ekki, verður útvegun þessa fjölda kennara gífurlegt vandamál. Það virðist fjarstæðukennd áætlun að framkvæma það á sextán árum, sem aldrei hefur verið reynt síðan fyrsti ind- verski háskólinn var stofnaður fyrir 2000 árum, en heimur- inn bíður eftirvæntingarfullur eftir því, hvernig þessari miklu tilraun í Indlandi reiðir af. (Lauslega þýtt og endursagt).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.