Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 33

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 33
SKINFAXI 33 Félag vort, við skugga og skin skín nú minning þrjátíu ára. Efldir margan ungan hlyn, áttir margan góðan vin, oft í þungum þrautadyn þú fékkst marga reynslu sára. Félag vort, við skugga og skin skín nú minning þrjátíu ára. Þrjátíu árin þökkum við, þökkum dáðrík störf og sóma, —hverjum sem að lagði lið og lífsins benti á fögur svið, — á hvern, sem gaf oss mark og mið, minninganna stafar ljóma. Þrjátíu árin þökkum við, þökkum dáðrík störf og sóma, Látum gleði geisla af brá, gerum fagurt kvöldsins yndi. Ljúfa strengi leikum á, látum gleði unað strá. Sólheið birta, sumarþrá saman alla hugi bindi. Látum gleði geisla af brá, gerum fagurt kvöldsins yndi. Rístu æska einum hug upp með vorsins Ijóma í hjarta. Gerðu hærra, fegra flug, freisting hverri hrind á bug, fylktu liði af dirfsku og dug, drenglund sanna láttu skarta. Rístu æska einum hug upp með vorsins ljóma í hjarta. Æska lyftu að húni hátt hreinu, björtu, göfgu merki. Vígðu fegurð vormanns þátt, vektu dyggðir, þrek og mátt, sæktu djörf í sólarátt, sýndu dáð í hverju verki. Æska lyftu að húni hátt hreinu, björtu, göfgu merki. 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.