Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 34
34 SKLNFAXI (Ræða flutt 17. júni 1950, við vígslu félagshcimilisins að Breiðabliki í Miklalioltshrcppi). Það var vor í lofti og fugla- söngur, — lamljfé dreifði sér um grænkandi lilið, — æðurin sat lireiður sin á sjávarbökk- um, og sólstafir gylltu spegil- sléttan fjörð, er vestfirzkur prestur reið heim frá naust fyrir eitt lmndrað þrjátíu og níu árum, til að líta frumburð konu sinnar. Sá dagur var vonardagur. Siglingin var ókomin frá út- löndum og flest alþýðulieimili þessa lands bjuggu við þröng- an kost, því tæpast var mjöl- linefi i brauð og ekki kaffi- Gunnar Guðbjartsson. korn í könnu, nema á ríkum heimilum — fráfærur ekki byrj- aðar — en þrátt fyrir það, og ef til vill vegna þess, var dagurinn sá vonardagur. Það var ekki bjart um að litast í islenzku þjóðlífi, þegar Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Nýlega liafði Alj)ingi verið lagt niður, biskupsstólarnir lagð- ir niður á Hólum og i Skálliolti og skólar þeirra sömuleiðis, en í staðinn stofnaður einn biskupsstóll í Reykjavílc og svo latínu- skólinn settur að Bessastöðum. — Þá var einokun i verzlun landsins, sem olii því, að oftast var aðeins um að ræða skemmd- ar og dýrar vörur, en lítið verð gefið fyrir íslenzkar afurðir. Þá varð Iiver að vinna hörðum höndum, jafnt rikur sem fátækur, og lifa á þvi, sem landið og sjórinn gáfu. Þá urðu menn að berja þúfur í náttdögg og róa til fiskjar á kænum, því fátt þekktist til hjálpar og fæstum var fært að eignast nokkuð það, er orðið gat til léttis i erfiðri lifsbaráttu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.