Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 35

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 35
SIÍINFAXI 35 Hætt er við, að mörgum manni liafi þótt sundin þröng eða því nær lokuð þjóð vorri til bjargar. Jónas Hallgrímsson kvað: „Hörðum höndum vinnur liölda kind ár og eindaga, Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar.“ En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Þcssu var ekki aðeins svona varið hér á íslandi. Kúgun og harðrétti var hlut- skipti alþýðu allra landa á þeirri tíð. En víða erlendis voru kjörin miklu misjafnari en hér, allt frá fullkominni þrælkun til konungdóms. Oft leynist neisti í öskunni og getur á stundum kveikt stórt bál. Á æskuárum Jóns forseta kviknaði frelsishreyfing í Frakk- landi, sem breiddist fljótlega út um öll lönd og náði hún hámarki sinu í byltingunni 1837. Einmitt um það leyti var Jón við nám í Kaupmannahöfn og greip frelsishugsjónin fijót- lega hug hans allan. Hætti hann þá fljótlega námi og helg- aði stjórnmálabaráttunni hug sinn og starf að mestu leyti, Þritugur að aldri hóf hann útgáfu Nýrra félagsrita. Upp frá þvi, og á meðan ævi lians entist, var hann von íslands og vöxtur, því hann var sverð þess og skjöldur. Ég ætla ekki að rekja sögu Jóns forseta, þjóðhetju okkar, hún er öllum svo kunn, að það er óþarft. Ég vildi aðeins vekja atliygli á þeim kröppu kjörum, sem þjáðu islenzku þjóðina á fæðingar og vaxtarárum hans. Þá voru margir örvona um, að úr greiddist vandræðunum, en fyrir bjartsýni og stórhug Jóns, samfara fórnfúsri baráttu hans fyrir heill íslenzku þjóðarinnar, öðlaðist fólkið á ný trúna á landið og framtíðina. Og sama liugsjón helgaði baráttu þeirra manna, sem tóku við af Jóni og börðust við konungdóminn og einræðið, unz fullur sigur var fenginn.Ekki aðeins að einokun væri aflétt og Alþingi endurreist, heldur og Iýðveldi stofnað á íslandi. Við hyllum það sex ára afmælisbarn í dag. Og hvernig er þá umhorfs í þjóðlífinu? Við höfum fengið innlenda verzlun og fullt verzlunarfrelsi. Við höfum fengið Alþingi og innlenda landsstjórn. Erum við ánægð nú? 3*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.