Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1951, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1951, Side 36
36 SIÍINFAXI Við höfum fengið skóla fyrir alla, blöð og bækur og alls konar listaverk — útvarp, síma, báskóla, þjóðleikhús og fé- lagsheimili. Erum við ánægð nú'? Við höfum eignazt stóraukið ræktað land og miklar bygg- ingar — vélar til ýmiss konar vinnuléttis, stór og liraðskreið skip lil að afla fiskjar — og skrautbúna skeið til að sækja björg i bú um úthöfin breið. — Erum við ánægð enn? Við höfum fengið brýr á vatnsföllin og vegi um þvert og endilangt landið, ásamt bílum til að þjóta á landshornanna á milli og flugvélar, sem svífa um loftin blá með fólk og varning, svo og ótal margt annað. — Erum við ánægð samt? Ég veit ekki, hvernig þið kunnið að svara þessari spurn- ingu. En ekki er ég grunlaus um, að mörg ykkar séuð hálf- óánægð með tilveruna og þyki í flestu ábótavant. Ekki er langt síðan, að einn góður og gegn bóndi sagðist vera að slétta síðasta flagið á sinni jörð. Og annar ungur dugnaðarbóndi sagði að aldrei hefði verið svartara fram- undan en nú. Minnast má þess, að ekki eru allir ánægðir með vcrzlunarfrelsi þessa dags. Enn síður eru inenn ánægðir með Alþingi og rikisstjórn. Séu stjórnmálamennirnir framkvæmda samir, er deilt á þá fyrir eyðslusemi og bruðl. Séu þeir for- sjálir eru þeir taldir ihaldssamir. Oft er almennri menntun okkar og skólum hallmælt. Hvað kcmur þá til, að við erum svona óánægð. Umbótaþró- un síðustu ára hefur verið geysilega ör, svo að ævintýri er líkast. Margir fslendingar liafa þvi komizt i þá aðstöðu, sem yfirstéttir annari’a landa höfðu áður fyrr. Og meta þeir hægð- ina meir en frelsisliugsjón og mannréttindi? Þetta hefur verkað á óbreytta borgara þannig, að þeir bera kjör sin saman við kjör þessara náunga og gera svo kröfur til samfélagsins um jöfnuð á milli, þegar þeim líkar ekki hlut- fallið. Þetta — síngirni þeirra, sem fjármálaaðstöðuna liafa liaft og jafnaðarhugsjón hinna fátækari, hefur fætt af sér liina hatrömmu stéttabaráttu, sem nú leikur íslenzku þjóðina hart, svo liart, að óséð er hvernig afmælisbarninu okkar — íslenzka lýðvehlinu — reiðir af. Hvort á það að verða vanþroska krypplingur eða rétta sig úr kútnum og verða stór og lcröftugur stofn? Það er ykkar og okkar allra að ráða þar um. Af því er þessi dagur í dag vonardagur. Jón Sigurðsson var svo ljúfur og þýður i viðmóti, að hann

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.