Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 39
SKINFAXI 39 Héraðsþing Skarphéðins. Hið árlcga héraðsþing Skarpliéðins var lialdið i Hveragerði 20.—21. janúar síðastliðinn. Þingið sóttu um 60 fulltrúar frá 22 félögum á sambandssvæðinu. Eru þingin jafnan svo fjöl- menn og hin myndarlegustu i hvívetna. Margir gestir sóttu þingið, þar á meðal Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Daniel Ágústínusson, ritari U. M. F. í. og Ingimar Jóhannesson kenn- ari, sem vinnur að 40 ára sögu sambandsins. Þingið gerði margvíslegar samþykktir t. d. i iþróttamáium. löggæzlumálum héraðsins, sjúkrahúsmálum, skógræktarmálum, áfengismálum, vinnukeppni og ýmsum félagsmálum. Meðal samþ. var þessi: „Héraðsþing Skarphéðins lítur svo á, að vinnan hafi á und- anförnum árum ekki notið þeirrar virðingar meðal þjóðarinn- ar sem vert er og framvegis beri að taka meira tillit til vinnu- afkasta og verkhæfni einstaklingsins, en nú á sér stað. Þingið lýsir því ánægju sinni yfir framkominni tillögu á sambandsráðsfundi U.M.F.I. um vinnukeppni á borð við það, sem tíðkist erlendis svo sem í Svíþjóð. Þingið felur stjórn sambandsins að leita samstarfs við Bún- aðarfélag Suðurlands um að vinnukeppni fari fram sem fyrst t. d. í sambandi við væntanlega landbúnaðarsýningu á Suður- landi. Til greina gæti komið keppni í mjöltum, járningu hesta, akstri dráttarvéla og hæfni í að dæma búfé. Þingið beinir því til Umf. á sambandssvæðinu, að þau vinni að þessum málum eftir beztu getu, hvert á félagssvæði sínu.“ Gamlir áskrifendur Skinfaxa, án milligöngu Umf. eða félagar, sem flutt hafa burtu af félagssvæði sínu, liafa fengið sendar póstkröfur fyrir áskrifta- gjöldum síðustu árin. Verður þeim væntanlega vel tekið og innleystar fljótlega. Ekki er unnt að senda árlega póstkröfu fyrir aðeins kr. 10.00, svo gera má ráð fyrir að þær verði sendar á 2—3 ára fresti. Norrænt æskulýðsmót. Undanfarin ár hafa Umf. á Norðurlöndum lialdið norrænt æskulýðsmót til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Sviþjóð og Nor- egi. Hafa fulltrúar frá U.M.F.f. sótt mót þessi og greinar um þau birzt í Skinfaxa. í sumar verður norræna æskulýðsmótið haldið í lýðháskól- anum í Elverum dagana 19.—25. júli. Ritari norsku ungmenna-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.