Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 41
SKINFAXI 41 Greinar í Skinfaxa getið í norsku blaði. Eirik Hirth, liinn kunni ungmennafélagsleiðtogi vestan- fjalls í Noregi, ritaði rækilega í ungmennafélagshlaðið Gula Tidend um grein Helga Kr. Einarssonar, Barrskógar á ís- landi, er birtist í vorhefti Skinfaxa í fyrra. Rekur höfundur efni greinarinnar og lýsir áætlunum þeim, er Helgi gerir í grein sinni. Eirik Hirth hefur oft minnzt á efni Skinfaxa í Gula Tidend. T. d. gat hann vel um afmæii timaritsins, er það varð fjöru- tíu ára. Verðlaunaskjöl U.M.F.Í. Á sambandsráðsfundi U.M.F.l. s.i. haust var samþykkt, að stjórn U.M.F.Í. léti gera hentug verðlaunaskjöl. Stjórn U.M.F.Í. hefur nú látið gera slík spjöld og geta fé- iögin fengið þau send, sé þeirra óskað og mun þá fylgja með listi yfir mat afreka til verðlauna. Fyrrnefndur sambandsráðsfundur samþykkti einnig að láta framkvæma siikt mat og birta það sambandsfélögunum, til þess að hafa áhrif á, að ekki væru veitt verðiaun fyrir léieg afrek. Skrifstofa Ungmennafélags fslands, Lindargötu 9 A, efstu hæð, er opin alla mánudaga kl. 16,30 —19 og fimmtudaga kl. 16—19. Þar er og innheimta og af- greiðsla Skinfaxa. Bikarglíma Skarphéðins, önnur i röðinni, var háð í Haukadal 10. febrúar. Keppendur voru 12 frá 6 Umf. og var keppt eftir hæfnisglímukerfi. Sigurður Greipsson, skólastjóri, setti mótið með snjallri ræðu og hófst það síðan með fimleikasýningu 12 nemenda hans. Var sýningunni ágætlega tekið. Úrslit glímunnar urðu þessi: 1. Gísli Guðmundsson, Umf. Vöku, 637 stig. 2. Sigurður Erlendsson frá Umf. Biskupstungna, 511 stig. 3. Sigurjón Guðniundsson frá Umf. Vöku, 475 stig. 4. Eysteinn Þorvaldsson frá Umf. Vöku, 450 stig. 5. Hafsteinn Þorvaldsson frá Umf. Vöku, 442 stig. 6. og 7. Jón Sveinsson frá Umf. Selfoss, 396 stig. 6. og 7. Matthías Sveinsson frá Umf. Selfoss, 396 stig. 8. Jóhannes Sigmundsson frá llmf. Hruna- manna, 385 stig. 9. Aðalsteinn Sigurðsson frá Umf. Ingólfi, 377 stig. 10. Ársæll Teitsson frá Umf. Laugdæla, 364 stig. 11.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.