Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 42

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 42
42 SKINFAXI Helgi Einarsson frá Umf. Biskupstungna, 363 stig. 12. Sig- urður Guðmundsson frá Umf. Selfoss, 302. stig. Mótið var fjölmennt og ríkir mjög mikill áhugi í héraðinu fyrir glímunni, enda hafa um langt skeið komið þaðan beztu glímumenn þessa lands. Leikstarfsemi Umf. Að vetrinum er leikritaflutningur algengt viðfangsefni Umf. víðsvegar um land. Er þetta mikilvægur þáttur í skemmtana- lifi fólksins. Venjulegast eru þetta smáþættir, enda er aðstaða yfirleitt ekki til sýningar á hinurn stærri sjónleikjum, hvorki leiksviðsbúnaður né nógu margir leikendur, sem þátt geta tekið í æfingum iangan tima. í vetur hafa þó nokkur Umf. á Suðurlandi ráðizt í stór leikrit, sýnt þau oft heima og ferðast með þau um héraðið við ágætar undirtektir. Eitt af þeim er Umf. Baldur í Hraun- gerðishreppi. Sýndi það „AImannaróm“ eftir Stein Sigurðs- son. Þótti leikurinn takast ágætlega og lilaut liann mikla að- sókn. Eftirfarandi myndir eru úr leiknum: Atriði úr síðasta þætti undir leikslok. Talið frá vinstri: Doktor Hansen (Gunnar Halldórsson), Þóra vatnsburðarkerling (Vil- horg Þórarinsdóttir), Tómas vélstjóri (Einar Guðmundsson), Þorlákur (Gísli Guðjónsson), Halla (Stefanía Pálsdóttir), Jafet næturvörður (Siginundur Ámundason), Gunnar stúdent (Ivrist- inn Helgason), og Sigrún (Sigríður Guðjónsdóttir).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.