Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 48

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 48
48 SKINFAXI anum og þeim síðasta, sem er skrá yfir norrænar bækur um æskulýðsmál, fjallar hún öll um ungmennafélögin í Norcgi, Finnlandi, Svíþjóð og fslandi. Höfundurinn hefur dvalið með- al þeirra allra og kynnzt störfum þeirra af eigin raun. Hann rekur stefnu félaganna á hverjum stað og starfshætti þeirra. Segir frá ýmsum mótum og sérstökum þáttum, sem helzt ein- kenna störf félaganna. Bókin er mjög skemmtilega skrifuð og frásögnin öll með afbrigðum ljós og lifandi. Þar finnst mér eftirminnilegasti kaflinn um norsku Umf. á striðsárun- um, hvernig þau brugðust við yfirgangi nazistanna og hver spor þeir skildu eftir í samkomuhúsum og öðrum starfs- stöðvum Umf. Hér verða ekki tök á að rekja efni bókarinnar, sem þó væri freistandi og gæti orðið mörgum Umf. hollur lærdóm- ur. Hins vegar væri æskilegt að hún gæti komið út í islenzkri þýðingu og þannig orðið eign íslenzkra Umf. Það væri þeim áreiðanlega liinn mesti fengur. Bók þessi fæst hjá U.M.F.Í. og kostar kr. 20.00. D. Á. Stjórn U.M.F.f. heitir á alla ungmennafélaga að bregðast vel við þátttöku í hinni samnorrænu sundkeppni og að hvert ungmenna- félag taki undirbúninginn heima á sínu félagssvæði föst- um tökum. Takist þátttakan ve(l vinnum við þjóðfélaginu þarft verk, því til vegs og hollustu. fslandi allt! SKINFAXI Útgefandi: Sambandsstjórn Ungennafélaga íslands. Pósthólf 406 — Reykjavík Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. FÉLAGSPRENTEMIÐJAN H. F.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.