Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 3

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 3
SKINFAXI 51 Jónsson kennari, Reykjavík, fari til Noregs á kom- andi sumri og kynni sér framkvæmd starfskeppninn- ar hjá Noregs Bygdeungdomslag. Hann mun svo er heim kemur leiðbeina Umf. í starfskeppni og verða ráðunautur U.M.F.1. varðandi þessi mál. Landbúnaðarráðuneytið hefur heitið U.M.F.Í. styrk til ferðar Stefáns Ól. Jónssonar. en Hermann Jón- asson landbúnaðarráðherra hefur mikinn áhuga fyr- ir þessum málum og hvatt U.M.F.Í. eindregið til að hefja forustu í þeim meðal æskunnar og er sann- færður um mikilvægi þeirra hér sem hjá öðrum þjóðum. Þá er vert að minnast þess, að Búnaðarþing það, sem sat í marz síðast liðnum, tók þetta mál upp, að tilhlutun Þorsteins Sigurðssonar Vatnsleysu, formanns Búnaðarfélags Islands, og gerði svofellda ályktun í því: „Búnaðarþing lítur svo á, að keppni í starfsíþróttum sé mjög athyglisverð nýjung, sem vert sé að gefa gaum og muni vekja áhuga og virðingu œskunnar í sveitum landsins fyrir hinum ýmsu starfsgreinum landbúnaðarins og hafa mikil uppeldisleg áhrif á þessu sviði. Búnaðarþing mœlir því eindregið með því, að slíkri keppni verði komið á hér á landi og samþykkir, að Búnaðarfélag íslands gefi farandbikar til að verðlauna það héraðssamband ungmennafélaganna, er hœsta stigatölu hlýtur í keppninni hverju sinni á landsmótum U.M.F.Í. En með því, að um enga innlenda reynslu er að rœða, hvernig slík keppni eigi að fara fram, en tœplega unnt að nota þœr reglur óbreyttar, sem gilda í Noregi, þá leggur Bún- aðarþing til, að skipuð veröi fjögra manna nefnd til að semja keppnisreglur og sé hún skipuð mönnum frá landbúnaðar- ráðuneytinu, U.M.F.Í., Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsam- bandi bamda.“ Nefnd þessi er nú skipuð og er Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi í lienni að tilhlatan U.M.F.Í. En hann hefur manna mest um þessi mál hugsað og um þau skrifað í Skinfaxa eins og lesendum hans er 4»

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.