Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 25

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 25
SKINFAXI 73 hin bezta og mörg lilutverk ágætlega leilcin, þó óvanir menn væru í mörgum hlutverkunum. Yið hinir, sem á horfum, dáumst að, hvað ýmsir leikendur geta túlkað vel persónur þær, sem þeir eiga að sýna. Nefni ég þar engan sérstakan, þó vitaskuld sé alltaf mikill munur frá því bezta til þess lakasta. En allir þessir leikendur vinna fórnfúst starf í þágu félagsskapar- ins og fólksins, sem nýtur ánægjustundanna af að horfa á og fylgjast með. Tvö kvöld „vökunnar“ var kórsöngur karla. Það var Karlakórinn „Húnar“ á Blönduósi, sem söng, undir stjórn Guðmanns Hjálmarssonar söngstjóra á Blönduósi. Um þann söng má segja svipað og sjón- ieikinn. Þar komu fram menn, sem vinna öll hin venjulegu störf verkamannsins. Ekki síður úti við óblíða veðráttu, en inni í hlýju lofti. Raddir þessara manna eru lireinar og þróttmiklar, en þær eru lika mjúkar og mildar, svo áheyrendurnir heillast. Á hverju kvöldi var dansað á tveim stöðum. Var þá oft fjörugt og glatt fram á nólt. Þess ber sérstaklega að geta í sambandi við Húnavökuna, að þar er ágæt stjórn á öllu, bæði skemmtiatriðum og fólkinu, sem kemur að njóta skemmtunar eitt, tvö eða fleiri kvöld. Það viljum við þakka fyrst og fremst, okkar ágæta for- manni sambandsins, Guð- mundi Jónassyni, bónda að Ási í Vatnsdal. Hann hefur verið form. sambandsins um nokkur undanfarin ór og hef- ur stjórnað því af mestu prýði, dugnaði og glöðum og góðum huga. Við sam- bandsfélagar þökkum honum ágæta stjórn og starf í þágu imgmennafélagsskaparins hér

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.