Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 32

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 32
80 SKINFAXI ákveðinn hópur félagsmanna bæri aðal ábyrgð á rekstr- inum. í Reykjavik var um mörg ár slíkt félagsheimili, sem gekk ágætlega: Samvinnumötuneytið Gimlé. Menn ut- an af landi voru þar margir i 1‘æði, er þeir voru í l)æn- um. Hefðu þó orðið langtum fleiri, ef húsrúm hefði ekki verið jafn takmarkað. Það mun flestum þykja tómlegt að lifa án þess að eiga áhugamál til að berjast fyrir. Eitt af því, sem gefur lífinu gildi er að eiga stöðugt kær baráttumál, sem vísa fram á leið. Sjá í anda betra mannlíf, aukna fram- þróun, meiri framkvæmdir og leggja slíkum málum lið sitt eftir beztu getu. Það er nauðsynlegt og gott verk að koma upp æsku- mannaheimilum á Islandi og umfram allt að æskan vinni sem mest sjálf að framtíðarbyggingu sinni. Þar þarf síðan að ríkja heilbrigður félagsandi, samvinna og samhjálp. Þar sem heimilið „hlakkar og hlær“ móti gestum sínum og .heimamönnum. Félagsheimili þessi þurfa að hafa sem mest af ein- kennum góðra einkaheimila. Vera heimili, sem vekja söknuð hjá hverjum þeim, sem þar hefur dvalið, þótt stutt sé. Söknuð, sem mér hefur stundum verið í huga, þegar ég hefi kvatt Y.M.C.A. heimilin nú í ferðalaginu, þótt í fjarlægum og ókunnum löndum væri. Ritað á Indlandshafi 25. febr. 1952. í fjarveru ritstjórans, Stefáns Júlíussonar, sem í vetur dvelur við nám í Ameríku, hefur Daníel Ágústinusson séð um ritstjórn Skinfaxa. Leiðrétting. Sú prentvilla slæddist í fréttapistil frá Umf. Eyrarbakka í siðasta Skinfaxa, að þar stóð talæfingar en átti að vera tafl- æfingar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.