Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 34

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 34
82 SIÍINFAXI frádregnum 3% þeirrar fjárhæðar, er renna í varasjóS stofn- unarinnar. VarasjóSur lýtur stjórn íslenzkra getrauna. 5. gr. Reikninga íslenzkra getrauna og skýrslu um starfsemi þeirra skal árlega senda menntamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl. Reikningarnir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoð- anda. 6. gr. Stjórn íslenzkra getrauna ræður umboðsmenn og gerir við þá samning. Sala getraunaseðla fer einungis fram hjá umboðsmönnum íslenzkra getrauna. Stjórnin getur hvenær sem er svipt umboðsmann rétti til að selja getraunaseðla. 7. gr. Getraunin miðar að því að geta rétt til um úrslit i sem flestum íþróttakappleikjum, sem eru á getraunaseðli vikunnar. í tilgátu um úrslit leiks skal kveða á um sigur annars hvors eða jafntefli þeirra. Alls er reglugerðin 24 greinar. Megin efni framhalds- ins eru skýringar á getraunaseðlinum og meðferð hans. Ennfremur um greiðslu vinninga, kærur, sektarákvæði o. fl. Heildarupphæð vinninga skiptist í 3 jafna hluta. Ys upphæðarinnar rennur til 1. vinningsflokks. 1 honum eru þeir, sem hafa mest rétt og skiptist uppliæð þessi jafnt milli þeirra. % upphæðarinnar rennur til 2. vinn- ingsflokks og skiptist jafn milli þeirra, sem hafa næst- hæsta tölur réttra úrslita. % upphæðarinnar rennur til 3. vinningsflokks og skiptist jafnt milli þeirra, sem hafa þriðju hæstu tölu réttra úrslita. Iþróttanefnd ríkisins réði Jens Guðbjörnsson fram- kvæmdarstjóra stofnunarinnar frá 1. marz. Mennta- málaráðherra skipaði stjórn hennar 21. marz. Hana skipa: Þorstejnn Einarsson formaður og Björgvin Schram varaformaður. Daníel Ágústínusson og vara- maður hans er Daníel G. Einarsson. Jón Sigurðsson og varamaður hans er Hermann Guðmundsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.