Skinfaxi - 01.07.1952, Síða 43
SKINFAXI
91
F. Starfrœksla:
55. íþróttasamband íslands ........ kr. 84.000.00
56. Ungmennafélag íslands ......... — 56.000.00
57. Skiðaskólinn, ísafirði ........— 3.825.00
58. Bókasjóður Í.S.Í. v/ leikreglna — 2.400.00
59. íþróttaskóli Jóns Þorst., Rvík .. — 2.000.00 kr. 148.225.00
G. Sérfræðileg aðstoð:
60. Áætlaður kostn. v/ teikninga o. fl..........kr. 56.581.56
Alls kr. 567.322.53
Áhugi virðist mjög almennur fyrir margvíslegum íþrótta-
framkvæmdum, en hvorttveggja er, að fjárfestingaleyfi hafa
verið mjög takmörkuð að undanförnu og fyrirheitinn styrkur
íþróttasjóðs getur dregizt í mörg ár, ef svo heldur áfram, sem
nú horfir. Hafin var bygging þriggja nýrra sundlauga á síð-
ast liðnu ári. Þær eru i Stykkishólmi, Húsavik og Höfn i Horna-
firði. íþróttavellir, stærri og minni, eru víða í undirbúningi,
auk hinna mörgu sem eru í byggingu, eins og skýrslan að
framan sýnir. — Fyrir velvilja fjármálaráðherra gat íþrótta-
nefnd ríkisins greitt öllum styrkinn snemma í aprílmánuði.
D. Á.
Ff« íþróiiawnóiwtn 1951
HÉRAÐSMÓT U.M.S. NORÐUR-ÞINGEYINGA
var haldið i Ásbyrgi 22. júli. Formaður sambandsins setti mót-
ið með ræðu. Lúðrasveit Akureyrar lék. Jón Sigurðsson, bóndi
Ysta-Felli, hélt ræðu. Siðan hófst iþróttakeppni. Stjórnaði
henni Vilhjálmur Pálsson frá Húsavík, sem áður hafði kennt
hjá sambandinu í mánaðartíma. Fjögur sambandsfélög sendu
þátttakendur á mótið.
Ú r s 1 i t :
100 m. hlaup: Ólafur Eggcrtsson, Umf. Leifi heppna, 13.0 sek.
Langsltökk: Guðm. Theódórsson, Umf. Öxfirðinga, 5.56 m.
Hann vann einnig þrístökkið, 12.15 m.
Hástökk: Árni Sigurðsson, Umf. Núpsveitunga, 1.50 m. Hann
vann einnig kringlukastið, 33.14 m.
Kúluvarp: Bjarni Jónsson, Umf. Núpsveitunga, 11,08 m.
Spjótkast: Sigurður Gunnarsson, Umf. Leifi heppna, 33.83 m.
800 m. hlaup: Egill Stefánsson, Umf. Leifi heppna, 2:22.0 mín.
300 m- hlaup: Jóhann Gunnarsson, Leifi heppna, 10:22 mín.