Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 45
SKINFAXI 93 íþróttamót Umf. Biskupstungna, Hvatar í GrímSnesi og Laug- dæla var haldið í Haukadal 19. ágúst. Umf. Biskupstungna vann mótið með 67 stigum. Umf. Hvöt hlaut 29 stig og Umf. Laug- dæla 21 stig. Keppendur voru 31 frá þessum þremur Umf. íþróttamót Umf. Vöku og Samhygðar í Flóa var haldið að Villingaholti 2. júli. Keppendur voru 20. Umf. Vaka vann mót- ið með 38 stigum. Samhygð lilaut 22 stig. Sömu félög héldu drengjamót að Loftstaðaflötum 19. ágúst. Af einstaklingum hlaut Sigurjón Erlingsson frá Samhygð flest stig, 23 alls. Umf. Samhygð vann mótið. Iþróttamót Umf. Grundfirðinga og íþróttafélags Miklaholts- hrepps var lialdið að Breiðabliki 29. júli. í. M. vann stigakeppni mótsins með 7904 stigum, en Umf. Grundf. hlaut 7241 stig. Mesta afrek mótsins var kúluvarp Ágústs Ásgrímssonar, 15,01 m. íþróttamót Umf. Reykjavíkur og Umf. Keflavíkur var hald- ið 26. ágúst. Umf. Keflavíkur vann mótið með 11771 stigi. Umf. Reykjavikur hlaut 11057 stig. íþróttamót Héraðssambands Þingeyinga og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands var haldið að Laugum í Reykja- dal 19. ágúst. Þingeyingar sigruðu með 190 stigum. Austfirð- ingar hlutu 151 stig. Af einstaklingum hlaut Vilhjálmur Pálsson Þ., fiest stig, 23 alls. íþróttamót Umf. Stöðfirðinga og Umf. Leiknis á Búðum var haldið 2. sept. Kepptu stúlkur í handknattleik en piltar í knattspyrnu. Úrslit: Stöðfirðingar unnu knattspyrnuna, 3:1, en Fáskrúðsfirðingar handknattleikinn, 3:2. fþróttamót Umf. í Holtum var haldið að Kambsréttarflöt 12. ágúst. Umf. Ingólfur vann mótið með 64 stigum. Umf. Hrafn Hængsson hlaut 43 stig og Umf. Ásahrepps 3 stig. Umf. Hrunamanna hélt samkomu að Álfaskeiði 5. ágúst. Þar fór fram íþróttakeppni félagsins við Umf. Vöku og Samliygð í Flóa. Samkoman hófst með guðsþjónustu og prédikaði sr. Ernil Björnsson. Sigurður Nordal prófessor flutti ræðu en Einar Sturluson söng við undirleik Gunnars Sigurgeirssonar. fþróttamót Umf. Stokkseyrar og Eyrarbakka við Knarrar- ósvita 26. ágúst. Umf. Eyrarbakka vann mótið með 59 stig- um. Umf. Stokkseyrar lilaut 56 stig. Drengjamót U.MjS. Norður-Þingeyinga var lialdið í Ásbyrgi 19. ágúst. Keppt var í 10 íþróttagreinum. Fjögur Umf. tóku þátt í mótinu. íþróttamót U.M.S. Vestfjarða og íþróttabandalags ísfirðinga var lialdið á ísafirði 9. sept. ísfirðingar unnu mótið með 51 stigi gegn 37.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.