Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 46

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 46
94 SKINFAXI FRÉTTIR og FÉLAGSMÁL Landsmótið. Undirbúningur fer nú hvarvetna fram í héraðssamböndun- um til þátttöku í íþróttum Eiðamótsins og eru horfur á að hún verði mjög almenn. Skýrsla um í hvaða íþróttagreinum verður keppt þar birtist í 3. hefti Skinfaxa 1951. Þá verður keppt í þremur starfsíþróttagreinum: Starfshlaupi, dráttarvélaakstri og að leggja á borð. Leiðbeiningar um þessar greinar hafa birzt í Skinfaxa nú og í síðasta hefti. Það héraðs- samband sem hlýtur í þeim flest stig vinnur bikar, sem Bún- aðarfélag íslands hefur heitið til verðlauna í starfsíþróttum á landsmótum U.M.F.f. og verður farandbikar. Athyglisverð starfsemi Úlfljóts. Ungmennasambandið ÚJfljótur í A.-Skaft. hélt aðalfund sinn í Höfn í Hornafirði 25. nóv. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 5 sambandsfélögum, auk sambandsstjórnar og endurskoðenda. f íþróttamálum samþykkti fundurinn áskorun til sambands- félaganna að vinna ötullega að því í samráði við stjórn Úlf- ljóts að flokkur íþróttafólks mæti til þátttöku á landsmóti U.M.F.Í á Eiðum næsta vor. f menningarmálum var samþykkt að taka þá nýbreytni upp í starfsemi sambandsins, að fram fari keppni milli sam- bandsfélaganna i þekkingu þeirra á sögu, tungu eða bók- menntum þjóðarinnar. Til þess að annast framgöngu þessa máls og setja keppninni ákveðnar reglur, kaus fundurinn 5 manna nefnd. fþróttamót Umf. Selfoss og Umf. Keflavíkur var haldið í Keflavík 2. sept. Keflvíkingar unnu með 12113 stigum. Umf. Seifoss hlaut 11815 stig. Skíðamót Héraðssambands Strandamanna var haldið á Hólmavík 1. og 2. apríl. Keppendur voru 30 frá 5 Umf. Skíðamót Umf. Neista, Drangsnesi, var haldið 28. jan. — Keppendur voru 25 frá Umf. Neista og Sundfél. Gretti. fþróttamót Umf. Geislans, Hólmavík var haldið 17. júní. Keppendur voru 15. Haustmót Héraðssambands Strandamanna var lialdið á Hólmavík 9. sept. Keppcndur voru 6 frá 3 Umf. Drengjamót Héraðssambands Snæfellinga var haldið í Stykkis- hólmi 1. okt. Fjögur Umf. tóku þátt i mótinu. Umf. Grundar- fjarðar sigraði með 35 stigum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.