Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 1
Skinfaxi, III. 1955.
j^órarinn Hjörniion ilófanieiitari i
ísland heimtar stórt geð
Itæða flutt á 9. landsmóti U. M. F. í.
Háttvirtu samkomu-
gestir, ungmennafélag-
ar og aðrir!
Ég vil taka það fram
i upphafi, aS ég tala
hér ekki sem ung-
mennafélagi, heldur úr
hópi þeirra, sem standa
utan viS félagssamtök-
in. En eins og mörgum
mun kunnugt, er ekkert
ungmennafélag starf-
andi í Akureyrarbæ, og
er þaS varla vansalaust.
Annars ætla ég aS hyrja á þvi aS endurtaka hér
mikinn hluta þess, er ég sagSi viS stúdentana ungu viS
síSustu skólaslit í Menntaskólanum á Akureyri. Vera
má, að einhverjum finnist slíkt einkennilegt, jafnvel
óviSeigandi. Sjálfum þykir mér vænt um, aS slikt
skuli hægt. Ég v,eit ekki, hversu víSa annars staSar en
á fslandi þaS þætti fært. Er hér ein sönnun þess, aS
á þessu landi eru allir eitt, lærSir sem leikir. Ég efast
um, aS vér gerum oss þess ailtaf nægilega grein, hví-
lík þjóSargæfa slíkt er.
En nú sný ég mér aS því, sem ég sagSi viS stúd-
entana.
Þórarinn Björnsson flytur ræSu
sína á 9. landsmóti U.M.F.Í.
7-