Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 4
100 SKINFAXI inni verkskiptingu. Annars verður öll smíð samfélags- ins hrákasmíð og byggingin ótraust. Nútíma þegn- skapur er áreiðanlega mjög fólginn í þessu hollustu- viðliorfi, þessum trúnaði í verki gagnvart þeim, sem unnið er fyrir. Slikan trúnað ætla ég að ekki liafi v,erið svo sjaldgæft að finna áður fyrr hjá hjúum á sveitaheimilum, ef húsbændur voru góðir og sýndu nærgætni og skilning á móti. En hér varð um per- sónulegt samband að ræða, sem síður kemur til greina í nútímaþjóðfélagi. Þegar smiður smíðar nú liús- gagn veit liann oft ekki fyrir livern liann smíðar. Hann er að þjóna nafnlausum manni, og þá fyrst reynir alvarlega á trúmennskuna. Ópersónubundinn trúnaður er stórum mun erfiðari en persónubund- inn. Slikur trúnaður er i rauninni trúnaðurinn við sjálfa oss, tilfinningin fyrir þvi, að á oss hvili ábyrgð, að vér séum að gera gagn og verðum þvi þarfari, því meira gagn sem vér gerum. En ein af þörfum manns- sálarinnar er sú, að finna að maður sé gagnlegur. Það sjáum vér hv.ergi betur en hjá litlu börnunum, live gleði þeirra er einlæg, þegar þau geta orðið að gagni. í þeim skilningi erum vér öll börn, veik og vanmáttug hörn, sem gleðjumst yfir gagni, sem vér gerum, af því að það veitir oss styrkleikakennd, sem oss alla skortir meira eða minna. Manni, sem ekki gerir gagn, getur ekki liðið vel, og því meira gagn sem vér gerum, því betur liður oss. Gagnsleysiskennd- in er sennilega átakanlegasta vanmáttarkenndin, sem til er. Uppeldi i sveit er meðal annars svo gott af þeirri sök, að þar geta börnin gert meira gagn en i borgum og bæjum, og þannig öðlast þau meira sálar- jafnvægi og raunar líka meiri þroska, þvi að það eykur ábyrgðarkennd að vita sig gagnlegan, en ábyrgðarkenndin styrkir ekki aðeins skaphöfnina, heldur og vitsmunina, því að ábyrgðin eykur ihyglina. Kærulaus maður getur, held ég, aldrei orðið djúpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.