Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 28
124 SKINFAXI snjórinn gljúpur og meyr, komiö fram yfir miðnætti, og kaldur og úrsvalur norðangjósturinn strjúki ónota- lega um vangann. Ólafur rymur eldgamlar rimur með ramknúsuðum kenningum, en ég tralla nýjustu slag- ara út i þokuna. — Alltaf er hann smástríðinn, gamli maðurinn grá- skeggjaði, segir Ólafur milli erinda. 1 svalri þoku um miðja nótt. En þarna glittir í eitthvað kolblátt á vinstri hönd. Það er ofurlítil skriðjökulsmynd, sem hrukkast nið- ur fjallshlíðina, svo sem eins og tiu fermetra stór- Aldrei fór það svo, að við sæjum ekki jökul á Glámu! En þar kemur, að þokan og kuldinn fá mig til að finna það greinilega, hve bagalegt það var að gleyma húfunni á Húsafelli. Af einhverri alveg einstaklega góðri fyrirhyggju hefur Ólafur stungið sjóhatti í bak- pokann. Nú kemur hann i góðar þarfir. Ólafur setur einnig upp sína ágætu mórauðu kollu. Annars hefur hann oftast gengið berhöfðaður mér til samlætis. Og nú er flestum fötum tjaldað, sem til eru. Nú, og úr þvi að við erum setztir á annað borð, er bezt að fá sér bita, þótt á miðjum slcafli sé. Svo höldum við áfram að ganga, kveða og tralla, allt af á snjó, allt af utan í Lambadalsfjalli. — Allmikið fjall þetta, segir Ólafur, þegar við höf- um gengið á annan tíma. — Já, Lambadalsfjall er sannarlega stórt. En skyndilega tekur að halla undan fæti. Fönnin verður snarbrött og illt að fóta sig. Ég læt það hafa það að láta íallast á bossann -—- og renna. En allt í einu spyrni ég hælunum fastlega í. Þokunni er skyndi- lega létt af. Eða öllu heldur hef ég fallið ofan úr þok- unni, því að hún veltist úlfgrá fyrir ofan. Fyi’ir neð- an sér i dökkbláan fjarðarbotn milli hárra fjalla. Ólafur hefur líka nurnið staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.