Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 4

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 4
4 SKINFAXI hvert um sig heita þjóöarútgáfa. Er hér átt við Menn- ingarsjóð og Þjóðvinafélagið, Mál og menningu og Al- menna bókafélagið. Ekki verður með sanni sagt, að ís- lenzk skáldrit skipi veglegan sess hjá þessum félögum öllum. Þar má þó undan skilja Mál og menningu. Hjá því félagi voru frumsömdu skáldritin í góðu hlútfalli við önnur útgáfurit á síðastliðnu ári. Nú er það úitað öllmn, sem til þekkja, að brugðizt getur til beggja vona fyrir unga rithöfunda að fá út- gefnar bætmr sínar. Oft munu þeir fá lítið i aðra hönd fyrir handrit sín, og eins má gera ráð fyrir, að bækur þeirra verði lítið lesnar, þótt góðar séu. Eru mörg dæmi um það, að ungir höfundar hafa sjálfir orðið að ráðast í útgáfu bóka sinna, oft af miklum vanefnum. Og ekki er heldur fyrir það að synja, að þessi háttúi/r hefur stundum leitt til þess, að menn réðust i að gefa út rit- smíðar eftir sig, sem betur hefðu mátt kyrrar liggja. Það væri sannarlega ekki til of mikils mælzt, þótt sú krafa yrði gerð til hinna stóru útgáfufélaga, sem hér hafa verið nefnd, að þau gæfu út a. m. k. eitt nýtf is- lenzkt skáldrit á ári hverju. öll telja þaú sig vilja gegna því hlutverki að auka bókmenningu þjóðarinnar, þroska bókmenntasmekk almennings og stuðla að reisn ís- lenzkra bókmennta. Það ætti þvi að vera sjálfsagður hlutur, að þau gæfu út hið bezta, sem ritað er af ungupn og vaxandi skáldum á landii hér. Ættu þau árlega að efna til samkeppni um verðlaun fyrir eitt nýtt skáld- verlc og hafa verðlaun og ritlaún samanlagt ekki óríf- legri en sem svarar sæmilegum árslaunum embætfiis- manns. Mætti þá segja, að hlutve-rk þessarar áskrifta- útgáfu væri annað og meira en nafnið tómt. Góðar þýdd- ar bækur og endurútgáfur á verkum kulnnra og viður- kenndra höfunda eru góðra gjalda verðar. En það er engu síðra menningarstarf að hvetja unga og verðandn höfunda til að leggja sig alla fram við sköpun nýrra skáldrita. Árleg samkeppni, þar sem hæf dómnefnd

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.