Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 6
6
SKINFAXI
Siueií'm ^JJriót,
fanóóon:
Norræna æskulýðsvikan 1955
Hið sameiginlega ársmót norrænu ungmennafélag-
anna var haldið dagana 5.—12. júní sl. Um mótið sáu
danska ungmennasambandið og ungmennasamband
Suður-Slésvíkur. Fyrri hluti mótsins fór fram í glæsi-
legum húsakynnum Iþróttaskólans í Sönderborg á Suð-
ur-Jótlandi, en síðari hluti þess á Christianslyst í Angel,
sem er ungmennafélagsheimili í Suður-Slésvík. Þátttak-
endur voru 64 alls auk margra gesta, sem heimsóttu
mótið. Frá Danmörku voru 10 fulltrúar, Slésvík 8, Sví-
þjóð 9, Noregi 8, Islandi 4, og fjölmennastir voru Finn-
ar eða 30 talsins. Settu þeir svip sinn á mótið með fögr-
um þjóðbúningum og heillandi þjóðdönsum.
Norræna æskulýðsvikan er fyrst og fremst kynning-
arfundur. Frændur kynnast og fræðast um störf og
háttu hver annars, æskulýðsstarfið er rætt, vináttubönd
tengd og efld.
Að þessu sinni hafði mótið þann sérstaka tilgang að
kynna sögu og sjálfstæðisbaráttu Slésvíkurbúa og hið
viðkvæma vandamál, sem ríkir við dansk-þýzku landa-
mærin — grænseproblemet — vandamál, sem eðlilega
verður, þar sem landamæri eru ónáttúrleg.
Slésvík var danskt land til 1864, en þá unnu Prússar
og Austurríkismenn landið, og seinna var það svo inn-
limað Þýzkalandi. Árið 1920 fór fram atkvæðagreiðsla
um landamæramálið, og eftir það varð Norður-Slésvík
danskt land á ný. Landamærin hafa verið óhögguð síðan.
En sunnan þeirra eru enn um 84 þúsund Danir, sem
flestir eiga þá ósk heitasta, að Suður-Slésvík verði
aftur danskt land. Þjóðernisbarátta þeirra er stöðug en
hógvær og háð af markvissri þolinmæði. Fáir Norður-
landabúar hafa hugmynd um þá erfiðleika, sem þessir