Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 12
12 SKINFAXI íbúa sinna. Og hér í holtinu, við gljúfrasteininn, þar sem þú skapaðir formálann að frægð þinni, kjósum við að þakka þér unnið afrek og óska þess að mörg og stór megi á eftir koma. Við hyllum þau með ferföldu húrrahrópi, þau lengi lifi. fésœcia ^Jdaiidórá Jdiijaná Jdc .axneói Kæru sveitungar og vinir. Eg þakka ykkur hjartanlega þann heiður, sem þið sýnið mér með heimsókn ykkar hingað í kvöld. Það er unaðslegt að eiga svona góða sveitungaognágranna,sem eru tilbúnir að fagna með manni. Ég er jafnsamgróinn þessarí sveit og þið, — samgrónari henni en flestir aðrir. Eg hef verið Mosfellssveitarmaður síðan ég kom hing- að þriggja ára gamall ríðandi á hnakkkúlunni fyrir framan föður minn. Þá var íarið með sjónum og svo upp dalinn. Mér er sagt, að ég hafi spurt, þegar ég sá fellin hér í kring: — Hver hefur mokað þessa hóla ? Það er þessi sveit, með sínum skemmtilegum hólum og döl- um, sem ég hef fest rætur í. Ég hef eiginlega alltaf átt hér heima. Móðir mín átti hér heima fram til 1930, en síðan komu nokkur ár í útlöndum. Og þegar ég fór að hugsa um að byggja kaus ég að setjast að einmitt hér í þessari sveit, meðal þessa göfuga fólks. Ég gæti ekki hugsað mér að eiga heima í nokkurri annarri sveit. Hér voru mínir æskuvinir, og margir þeirra eru nánir vinir mínir enn í dag. Og mér þykir sérstaklega vænt um æskulýðinn í þessari sveit. Það er mikill styrkur að eiga slíka baksveit. Það er unaðslegt að koma hingað heim utan úr heimi og njóta unaðar og friðar í þessari góðu sveit, hjá þessu glæsilega fólki. Þakka ykkur öll- um hjartanlega. Má ég svo ekki biðja ykkur öll að hylla okkar kæru

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.