Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI deildum, Öxndæla-, Hörgdæla- og Skriðudeild, og héldu deildirnar sameiginlega fundi einu sinni í mánuði. Þar voru rædd ýmis áhugamál félaganna, og blað var gefið út. Umf. öxndæla kom sér upp sundpolli og gróðurreit á fyrsta tugi aldarinnar, að vísu af vanefnum, enda varð hvorugt til frambúðar. En verkin sýndu viljann. — Ólafur telur, að það sé einróma álit allra þeirra, sem fylgzt hafi með þróun og starfi þessa félagsskapar, að hann hafi náð hámarki þroska og starfsgetu á árunum 1905—1907, og Bernharð Stefánsson alþm. segir, að Umf. öxndæla hafi starfað með fullum blóma til árs- ins 1918. f fréttabréfi úr öxnadal frá Stefáni Bergssyni á Þverá, sem birtist í Norðra 17. maí 1907, segir meðal annars frá stofnun Umf. öxndæla árið 1900. Þar segir: „Fyrsti vísirinn til Ungmennafélags Skriðuhrepps var sá, að árið 1900 mynduðu fáeinir drengir í öxna- dal, er allir voru um og innan við fermingaraldur, fé- lag til glímu- og leikfimiæfinga. Félag þetta var að sjálf- sögðu bæði barnalegt og ófullkomið í fyrstu, enda naut það lítilla leiðbeininga frá eldri og hæfari mönnum. En brátt kom það í ljós, að meiri festa og samheldni átti sér þar stað en menn bjuggust við. Féiagið hefur því blómgazt vonum fremur vel og telur nú um 60 meðlimi. Flestir eru félagar þessir innan við og um tvítugsald- ur, aðeins fáir menn eldri. Félagið er jafnt fyrir konur sem karla, enda telur það nú allmargar ungfrúr með- limi sína. Á sumardaginn fyrsta hélt félagið skemmisamkomu að Ytri-Bægisá. Var hún mjög vel sótt, og mun mann- fjöldinn hafa verið hátt á þriðja hundrað manns. Sam- koman var sett kl. 12 á hádegi af formanni félagsins, Steingrími Stefánssyni, búfræðingi á Þverá. Gekk svo fólkið í skrúðgöngu til kirkjunnar, þar sem sóknarprest- urinn, séra Theódór Jónsson, flutti þar til valda góða

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.