Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 17

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 17
SIÍINFAXI 17 nafninu breytt í Ungmennafélag Öxndæla, eins og það heitir enn í dag. Með nafnbreytingunni var þó ekkert nýtt félag stofn- að, heldur aðeins skipt um nafn með lagabreytingu, svo um sama félag er að ræða þessi 50 ár: Ekki breytir það heldur neinu þar um, að félagið var sjálfstæð deild í öðru stærra félagi um 6 ára skeið.“ Þ. e. Umf. Skriðu- hrepps, en þá var Öxnadalur í Skriðuhreppi forna. Þá segir Bernharð ennfremur: „Frá upphafi hefur félagið haft sama tilgang og starfað á svipaðan hátt og önnur ungmennafélög landsins.“ Misræmið í frásögn bræðranna Steingríms og Bern- harðs um stofndag félagsins stafar af því, að undirbún- ingsstofnfundar var haldinn 14. maí, en lög félagsins ekki samþykkt fyrr en 4. júní. Steingrímur Stefánsson á Þverá, bróðir Bernharðs alþingismanns, var aðalhvatamaðúr félagsstofnunar- innar. 1 bréfi til mín minnist Ólafur Jónsson hans með þessum orðum: „Steingrímur var einn af aðalstofnendum félagsins og fyrsti ritstjóri blaðs félagsins. Skoraði hann á fé- lagsmenn, bæði 1 blaðinu og á fundum félagsins, að láta til sín heyra. Var hann óþreytandi á að brýna fyrir ung- lingunum, að jafnframt því, sem þeir æfðu og stæltu líkama sinn með ýmsum íþróttum, þyrftu þeir að æfa og auðga anda sinn með því að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, og læra að láta þær í Ijós, bæði í mæltu og rituðu máli, enda hafa margir af þeim mönnum, er á unglingsárum tóku þátt í stofn- un og starfi félagsins orðið vel máli farnir og prýðilega ritfærir." Steingrímur dó ungur, þrítugur að aldri. 1 minningarriti U.M.F.I., útgefnu 1938, stendur á bls. 342: „U.M.F. Dagsbrún í Höfðahverfi: U.M.F. Dags- brún var stofnað 4. júní 1905 og var því eitt af fyrstu ungmennafélögunum á lslandi.“ Á bls. 343 er svo mynd 2

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.