Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 19

Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 19
SKINFAXI 19 Umf. Bolvíkinga og Tsafjarðar: Arngrímur F. Bjarnason (vildi ekki ganga í sambandið vegna bind- indisákvæðis sambandslaganna). Þingið var háð á Þingvöllum og í Reykjavík í sam- bandi við komu Friðriks konungs VIII. Þessi ungmenna- félög gengu í U.M.F.l á fyrsta sambandsþingi: 1. Umf. Akureyrar. 2. Umf. Skriðuklausturs, Eyjafjarðarsýslu. 3. Umf. öxndæla, Eyjafjarðarsýslu. 4. Umf. Dagsbrún, Höfðahverfi, S.-Þing. 5. Umf. Reynir, Árskógsströnd. 6. Umf. Reykjavíkur, Rvík. 7. Umf. Morgunstjarnan, Fljótsdalshéraði, N.-Múl. Ég hef með grein þessari fært sterk rök fyrir því, að Ungmennafélag Akureyrar sé elcJci, fyrsta ungmennafé- lagið hér á landi, heldur hafi verið hér starfandi þrótt- mikil ungmennafélög þegar það var stofnað, t. d. Umf. Skriðuklausturs, Umf. öxndæla og Umf Dagsbrún og e. t. v. fleiri ungmennafélög. Hitt er svo rétt, að Umf. Akureyrar hefur á margan hátt verið forustufélag, sem hefur átt þróttmiklum áhugamönnum á að skipa og verið frumkvöðull að stofnun Ungmennafélags Islands. Ég vænti þess, að stjórn Ungmennafélags íslands vilji nú taka mál þetta til rækilegrar athugunar og láta hér gilda það, sem sannast reynist. (Höfundur greinar þessarar, Kjartan Bergmann, hefur sent hana Skinfaxa til birtingar. — Að vísu birtist hún í Tímanum 6. jan. s.l., en þar sem hún snertir svo mjög frumsögu ung- mennafélaga, þykir sjálfsagt, að hún geymist í Skinfaxa. Kjósi einhverjir fleiri að leggja hér orð í belg, væri Skinfaxa kært að birta þau. — Ritstj.)

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.