Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI erlenclum. vettuangi: Sextándu Ólympíuleikar, hinir síðari, verða í Melbourne í Ástralíu á þessu ári Eins og kunnugt er verða Ólympíuleikarnir háðir í Mel- bourne í Ástralíu á þessu ári. Þeir hefjast síðari hluta dags 22. nóvember, og þeim lýkur 8. desember. í þessa 16 daga mun Ólympíueldurinn brenna i keri á hárri súlu á íþrótta- svæðinu. Eldurinn verður kveiktur af hlaupara, sem áður mun renna með hann hringskeið eftir hlaupabraut Ólympíuleik- vangsins. Þessi hlaupari verður sá síðasti af 2750 hlaupurum, sem hver af öðrum mun bera eldinn 2750 mílna leið frá Cairns á norðurströnd Drottningarlands til Melbourne. Til Ástralíu verður eldurinn fluttur í flugvél frá Grikklandi, þar sem hann verður tendraður af geislum sólarinnar. — Hertog- inn af Edinborg, Filip drottningarmaður, mun setja íþrótta- hátiðina með stuttri ræðu. Á undanförnum árum hafa öðru hverju heyrzt um það radd- ir, að Ástralíumenn væru naumast undir það búnir að geta haft Ólympíuleikana. Menn hafa efazt um, að í Melbourne væru SvæSið í Mclbourne, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Svæðið er á bökkum Yarrafljótsins. T. v. sést Krikketvöllur- inn og Ólympíugarðurinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.