Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 23
SKINFAXI 23 út um víða veröld. Þarna verða 50 bráðabirgðaútvarpsstöðv- ar, vinnusalir, veitingastofur og fullkomin sendimiðstöð. Krikketleikvangurinn er um 20 mínútna gang frá aðalverzl- unarhverfi borgarinnar, en að sjálfsögðu verða skipulagðar áætlunarferðir járnbrauta og leiðarvagna á fárra mínútna fresti frá öllum borgarhlutum, meðan á leikunum stendur. Skammt frá aðalleikvanginum hefur verið skipulagt nýtt íþróttasvæði, sem nefnt er Ólympíugarðurinn. Hann liggur á bökkum Yarrafljótsins og er um 10 ha að stærð. Nýstárleg- asta mannvirkið á þessu nýja íþróttasvæði er geysimikil sund- höll, byggð úr steinsteypu, gleri og stáli. Þetta er nýtízku- bygging í þess orðs fyllstu merkingu og rís hátt upp af völl- unum í kring. í Ólympíugarðinum eru alls konar keppnis- brautir, knattspyrnuvellir og leikvangar. Svo er ráð fyrir gert, að þessum framkvæmdum öllum verði lokið á miðju þessu ári. Er áætlað, að þær niuni kosta um 4 milljónir ástralskra punda. ÓLYMPÍUBÆRINN. Annað risaframtak í sambandi við Ólympíuleikana er Ólympíubærinn svonefndi. Hér er um að ræða byggingu nýs bæjar, heils borgarhvrfis, sem talið er að kosta muni 2,7 millj. punda. Þessi nýi bær er nú senn fullbyggður. Hann er um 10 km leið frá borginni. Þarna hafa verið reist 837 hús og íbúðir Uppdráttur að ÓlympiugarSinum. Sundlaugin t. li., 3 knatt- spyrnu- og ijjróttavellir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.