Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI og nær, unz fólk hlaut að flýja bæ sinn og jörð, þar sem það ef til vill hafði alizt upp og unni mest allra bletta á jarðríki. Sannarlega var þetta sorgarleikur. — Nú eru það bara örnefnin ein, sem vitna um búsæld og blómlegar jarðir; gróður er enginn, nema fárra ára melgras á stöku stað. Þannig var þetta land í algerri eyðingu, er sand- græðslan hóf hér starf sitt. -—• 1 fyrstu var starfið að- eins veikleg vörn fyrir uppblæstrinum, landið friðað, sáð í jaðra graslendisins, hlaðnir skjólgarðar og hlúð að nýjum gróðri. En brátt breyttist vörnin í sókn á hendur sandinum. — Nú teygir gróðurinn sig lengra og lengra inn á auðn- ina, melurinn nemur sér nýtt land. — Eyðibýlin eru að vísu liðin undir lok, og saga margra þeirra grafin og gleymd. — En þegar litið er austur á vellina, sem hlíft var við skemmdum, sjást tvö hús í smíðum. Það eru ný- býli, sem rísa hér upp í skjóli sandgræðslunnar og í krafti þeirrar sóknar, sem hafin er á hendur óvininum. Og von er á fleirum. — Þar hefst hin nýja saga. — Og það er glettnisleg gamansemi örlaganna, að Gunnarsholt, sem þrívegis hefur þokað fyrir óvininum, þrisvar sinnum var flutt úr stað, skuli nú rísa vel hýst upp af völlunum og bjóða sandinum byrginn, — því að þar er miðstöð sandgræðslunnar. Þaö blilcar á blöökvma. Við félagarnir þrömmum áfram með vögnunum. All- ir eru hugsandi og athugandi. Slíkir morgnar sem þessi glæða ósjálfrátt hugmyndaflug og ímyndunarafl. Allt verður léttara og auðveldara. — Fyrir fáum dögum hrökluðumst við hér heim göturnar í sótsvörtum sand- byl, sáum aðeins nokkra faðrna frá okkur, algerlega á valdi veðursins, með öll vit full af ryki og rífandi sandi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.