Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 32

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 32
32 SKINFAXI ast í og skjóta öngum, þá er samt alls engin vissa fyrir því, að það fái að þroskast hér og festa rætur samkvæmt eðli sínu. Þú litla fræ, sem nú fellur úr hendi mér, saga þín getur orðið hörmungarsaga. Þó að veðrið sé blítt og gott í dag og sólin vermi þig í þessum nýja óskastað þínum, þá getur stormurinn vaknað á morgun og svift ofan af þér sænginni, þyrlað þér í loft upp og þeytt þér miskunnarlaust eitthvað út í bláinn. Og stormurinn get- ur borið þig þangað, sem þú nærð ekki að ála, heldur visnar og deyrð. Hann getur líka misst þig til jarðar, og þá leitar þú þér afdreps sem fyrst. Kannske finnur þú sprungu í moldarflagi, og þar ertu öruggt. Eða þá þú finnur hestsspor í sandinum, þar sem þú getur leit- að hælis fyrir storminum. Þá breiðir hann ofan á þig aftur — og þú ert eitt á afarstóru svæði, — aleitt og yfirgefið af systkinum þínum. Þá fær þú það vanda- sama hlutverk að verða frumkvöðull lífsins og gróðrar- ins, þar sem áður var ekkert stingandi strá. — Að fjór- um árum liðnum berðu svo fræ, og sáir í kring um þig. Og þegar börn þín og barnabörn teygja sig upp úr sand- inum, þá hvín í hávaxna axstönglinum þínum, þegar stormurinn geisar. Þá færðu mál og þú segir þeim sögu þína. — Við skulum vona, að svona verði það, ef storm- urinn vekur þig við vondan draum, — og nú breiðir plógurinn ofan á þig, litla fræ. Tveir menn eru við hvern plóg. Annar plægir, hinn sáir. — Nú er þessi skákin búin. Þegar litið er yfir hana, má gjörla sjá fernskonar jarðveg: mold, sand, hvíta vikurmöl og svarta, örfína vikurösku. í þessum jarðvegi á velurinn að vaxa. Allur þroski hans er kom- inn undir storminum, því að þótt skákin sé nú reglu- leg, þá má ganga út frá því sem vísu, að stormurinn tæti hana sundur og tvístri sæðinu út í veður og vind. Gamlar sáningar eru sjaldan annað en tvær til fjórar melþúfur. — Við tökum fyrir næstu skák. — Frh.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.