Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 36
36 SKINFAXI að hlaupa 100 m oft á 15 sek., þá þýðir það, að ég get lagt að baki mér 800 m á 2 mín. og 1500 m á 3.45 mín. Það að halda hraðanum sem lengst, ákveður árangurinn. Þessi eigin- leiki verður að vera sá, sem mest rœkt er lögð við í þjálf- uninni. — Hver er munur á þjálfun fyrir millihlaup og þolhlaup? — Sá, sem þjálfar fyrir míluhlaup þarf ekki að leggja eins hart að sér. Hann verður að spretta úr spori sprett eftir sprett. Þegar ég æfi t. d. með slikum hlaupara, og við deilum hlaupaleiðinni í 200 m hlaupaspöl, þá verður hann að hlaupa þá í hvert sinn hraðara en ég. Ég aftur á móti verð að hlaupa þá minnst tvöfalt oftar en hann. — Þolhlaupari verður þá víst að leggja á sig erfiðustu þjálf- unina? — Já, það er rétt. Þolhlaupari verður að krefjast mikils af sér. Spretthlauparar, stökkvarar og kastarar geta unnt sér hvíldar í nokkra daga fyrir keppni. Likami þeirra er eins og rafgeymir, sem verður að hlaða orku. Líkami þolhlaupara má aldrei afvenjast áreynslunni, og hvíld fyrir mót myndi hneppa hann i herfjötur. Þolhlauparinn verður ávallt að vera í snertingu við þreytuna. Yegna þessa þjálfar maraþonhlaup- ari allt fram til þess að liann mætir við rásmark. — Munt þú hlaupa lengri vegalengdir? (Viðtalið á sér stað eftir Ólympíuleikana 1948). — Ekki fyrst um sinn. Ég er hræddur um að þátttaka min í slíkum hlaupum myndi nú eyðileggja hraðann hjá mér. Og hraðann er erfitt að höndla aftur. — Segðu okkur, Zatopek, hvernig þú verð þjálfunarstund- um þínum? — Fúslega, en þið megið ekki gera strax hið sama og ég. Fyrir ykkur myndi sá þjálfunarliáttur vera of erfiður. Þið verðið framar öllu að æfa ykkur að ná þvi að hlaupa létti- lcga og mjúkt. Bezt er að hlaupa í senn 1000 m vegalengdir úti á víðavangi. Hraðanum náið þið bezt með því að hlaupa 100 m samanburðarspretti. Ég breyti árlega þjálfun minni, því að ég sníð hana samkvæmt reynslu minni frá hlaupagetu minni árið á undan. Aðaluppistaðan fer eðlilega eftir því, hvort ég bý mig undir hlaup á lengri eða skemmri vegalengd- uin. Einnig það, hversu hlaupum er raðað niður á keppmis- tímabilið, kveður á um það hvort ég hef samanburðarsprett- ina langa (400 m) eða stutta (200 m) í þjálfunarstundunum. Ég byrja venjulega hvcrja ársþjálfun á því að athuga, hve ég megna að halda hraðanum, t. d. á 10x100 m, 10x200 m eða

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.