Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 38

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 38
38 SKINFAXI leið, og J)ví dregirr úr getunni. En þetta líður frá, ef inaður þraukar það af. Þetta er oft ástæðan til þess að hlaupari hleypur oft betur síðara hlaupið á sama degi. — Kvelst þú af ráskvíÖa, Emil? — Já, eðlilega. Fyrir erfitt hlaup er ég oft taugaóstyrkur. Hugsunin um erfiðið og sársaukann, sem er í vændum, getur hrjáð mann. Svo er það, að maður á engar sælustundir með- an á crfiðri keppni stendur, það lilýt ég að játa. Sá, sem kann að hrista af sér þennan sársauka með vilja sínum, hann set- ur ný met og vinnur sér meistaratitil. Þegar rásmerkið er gefið, falla allar hömlur, þvi upp frá þvi er hugurinn bundinn við það eitt að keppa. — Bara að maður fengi að vera með í stórhlaupi! Ég skyldi lilaupa eins og hugur manns! — Já, en þú skyldir vara þig á því að sprengja þig ekki á fyrstu metrunum. Það getur verið alvarleg yfirsjón. Ihi verður alltaf að liafa hugann við það, sem þú aðhefst. Mikill hraði í byrjun hlaups er eyðsla á kröftum. Ef þú eyðir orku þinni í byrjun, þá verður þú til lítils nýtur síðar í hlaup- inu, ef þú ekki bókstaflega sprengir þig. Það getur verið þarft að hafa hraðan á þegar frá upp- hafi hlaups, vegna framferðis við vissa keppendur — en slíkt á sínar skuggaliliðar. — Hvernig á að hlaupa síðasta hringinn? — Greina má milli lilaupara þannig: Sumir verða alltaf að dragast áfram af öðrum, meðan aðrir, eins og t. d. ég, geta haldið hraðanum eða aukið hann í viðlögum. Hinir fyrrnefndu eru oft árangursdrýgri, ef þeir búa yfir lokaspretti eða liafa nægjanlegt þol, en liinir geta náð góðum órangri án keppni. (Framli.)

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.