Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 42

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 42
42 SKINFAXI Skýrslur fclaganna 1954 Starfsemi Umf. var svipuS áriS 1954 og fyrri ár. Hér verSur aSeins getiS um þaS helzta, sem liin einstöku félög tóku sér l'yrir hendur, en ekki rætt um sameiginleg, almenn verkefni, svo sem fundahöld, skemmtisamkomur og íþróttastarfsemi. Umf. Bessastaðahrepps efndi til skenmitiferSar á Snæfells- nes og um Borgarfjörð. Þátttakendur 20. Umf. Breiðablik, Kópavogi, fór i þrjár skemmtiferðir, þátt- takendur 25—40 manns í liverri ferð. Er nýbyrjað að gefa út blað, sem lieitir Breiðablik. Umf. Afturelding, Mosfellssveit, vann að lagfæringu á lóð við félagslieimilið. Umf. Kjalnesinga tók þótt i ferð U.M.S.K. í Þjórsárdal. Umf. Drengur, Kjós, fór skemmtiferð á Þórsmörk. Hélt nám- skeið í samkvæmisdönsum. Umf. Þrestir, Innri-Akraneshr., vann 38 dagsverk við bygg- ingu félagslieimilis í hreppnum. Umf. fslendingur, Andakílshr., vann að viðhaldi og endur- bótum á sundlaug félagsins og að byggingu búningsklefa við laugina. Umf. Reykdæla, Reykhollsdal, vann að viðlialdi á félags- heimili, ca. 15 dagsverk, og gróðursetti 2000 plöntur í gróð- urreit félagsins. Umf. Skallagrímur, Borgarnesi, liefur sundlaug í smíðum. Umf. Stafholtstungna vann að stækkun og endurbótum á búningsklefum við sundlaug. 40 dagsverk. Umf. Björn Hítdælakappi, Hraunhreppi, vann í sjálfboða- vinnu við húsabyggingar, alls 24 dagsverk. Umf. Árroði, Eyjahreppi, fór skemmtiferð á hestum. Umf. Eldborg, Kolbeinsstaðahr., fór skemmtiferð á liestum um Hraunhrepp. Vann að byggingu félagsheimilis í lireppnum. íþróttafélag Miklaholtshrepps vann að íþróttavallargerð og aðstoðaði við gróðursetningu trjáplantna við félagsheimilið að Breiðabliki. Umf. Staðarsveitar, Snæf., vann að viðhaldi og endurbótum á húsi félagsins í sjálfboðavinnu, 30 dagsverk. Umf. Æskan, Dalas., sýndi sjónleikinn „Tengdamömmu" þrisvar sinnum. Fór einnig i skemmtiferð um Snæfellsnes og Borgarfjörð. Umf. Unglingur, Geiradalshr., sýndi sjónl. „Happið" og fór skemmtiferð um Breiðafjarðareyjar og víðar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.