Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 46

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 46
46 SKINFAXI Frcttir og fclagswntíl Norræna mótið. Hið árlega mót norrænna ungmennafélaga verður lialdið í Svíþjóð í sumar, vikuna l(i.—23. júlí. Áður hafði verið ráð- gert að lialda það fyrr, en nú liefur verið breytt bæði urn tíina og stað. Verður mótið lialdið í Fornby lýðháskóla í Mið-Sviþjóð, lýkur þar laugardag 21. júlí, en verður þá farið til Rattvik, þar sem sænslui umf., J. U. F., lialda þá landsmót sitt. Mánud. 23. verður ferðazt um Dalina ásamt félögum J. U. F. Bráðabirgðadagskrá getur um þjóðdansa (finnska og norska), leiksýningu, glímu og leikfimisýningu. Ráðgert er að gefa þátttakendum kost á að afla sér einhvcrra tekna upp í ferðakostnað með sýningum í einhverri borg landsins, ef þeir kæra sig um og liafa eitthvað fram að færa. Dvakirkostnaður (með skemmtiferðum mótsins) verður eldú yfir kr. 125.00 sænskar (ca. 500.00 ísl.) fyrir livern. Ungmennafélagar eru eindregið livattir til að sækja þetta mót, ef þeir liafa ástæður til, þess mun engun iðra. En þá þurfa þeir að ráða það við sig skjótlega og tryggja sér far og nauðsynlega fyrirgreiðslu. Mót í Þýzkalandi. Þá liefur borizt bréf frá Þýzkalandi með boði um þátttöku i móti ýmissa þjóða, sem háð verður í Kiefersfelden í bayersku Ölpunum 1.—14. júlí. Mótið hefst með guðsþjónustu árdegis hinn 1. júlí, þá er setningarathöfn, en frjálst eftir hádegi. Dagskráin gerir ráð fyrir umræðum um ýmis efni, göngu- og ökuferðum um nágrennið, sundi og iþróttum, þjóðdönsum og öðru til skemmtunar, þátttöku í uppskeruvinnu, varðeldum að kvöldi o. s. frv. Náttúrufegurð er mikil á þessum slóðum og þarf ekki að efa, að þarna verður ánægjulegt að koma. Nokkurn hluta dvalarkostnaðar verða menn að greiða, alls 60 mörk (ca. 300 krónur).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.