Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 10
að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Okkur ber að minnast með þakk- látum huga hinna mörgu, sem barizt hafa fyrir frelsi, framförum og bættum kjör- um alþjóð til handa. Skylt er að minnast með þakklátum huga hinna mörgu, sem með þrautseigju og dugnaði unnu sigui- í baráttunni við fátæktina og kyrrstöðuna. Vegna þeirrar baráttu eru fslendingar frjáls þjóð og fullvalda, sem býr við jafn- ari og betri lífskjör en ýmsar aðrar menn- ingarþjóðir. Hollt er að litast um á spjöld- um sögunnar, þar sem margt er skráð úr baráttusögu þjóðarinnar. Viðurkennt er af öllum íslendingum. að Jón Sigurðsson gnæfi hæst í sögunni. En hver getur annað en hrifizt af baráttu margra ann- arra fslendinga, svo sem Skúla Magnús- sonar og Fjölnismanna, í viðleitni þeii'ra til þess að vekja þjóðina til dáða og bar- áttu? Ötal margir fleiri hljóta að koma fram í hugann, þegar um söguna er hugs- að, og fátt mun betur fallið til þess að leiðbeina æskufólki um skyldurnar við þjóðfélagið en það að kynnast baráttu- sögu fslands beztu sona og dætra fyrr og síðar. Það mun einnig kenna mönnum að meta þau verðmæti, sem fengizt hafa eftir aldalanga baráttu. Það er mikils virði að geta búið frjáls í góðu landi. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Nú ríður á að gæta þess vel, sem áunnizt hefur. Saga íslendinga, hvort sem hún gerðist á 10. eða 20. öldinni, er nauð- synlegur og hollur lestur íslenzku æsku- fólki. Það er rétt hermt hjá bóndanum í Ár- nessýslu, að lestur íslendingasagna hefur víðtæk áhrif á æskumenn, skapgerðina og hugsunarháttinn, e.vkur þrek og kjark og Þarna getur að líta Snæfellingabúð. kennir mönnum að ekki er afsakanlegt að gefast upp eða mikla fyrir sér erfið- leikana, heldur ber að fara að fordæmi hinna beztu manna og heyja baráttuna þar til sigur vinnst. Hinum traustu og farsælu baráttumönnum liðins tíma verð- ur bezt þakkað með því að viðhalda þeim eldmóði, sem einkenndi frumherja ung- mennafélagshreyfingarinnar hér á landi. Sá eldur hugsjóna, sem þeir kveiktu, verður ávallt að loga í íslenzku þjóðlífi. Sú hugsjón, sem þeir unnu fyrir, á að spanna yfir landið allt, við strendur og inn til dala. íslenzk æska getur í dag 10 5 K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.