Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1961, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.04.1961, Qupperneq 14
För til Vejle Árla morguns, hinn 19. júlí, steig hóp- urinn um borð í flugvélina Hrímfaxa, sem flytja átti hann til Tirstrupflug- vallar á, Jótlandi. Allir voru glaðir og hressir og fullir eftirvæntingar, enda var þetta fyrsta utanför flestra þátttakenda. Þegar fiogið hafði verið í um það bil þrjá stundarfjórðunga, tilkynnti flug- stjórinn, að vegna smábilunar yrði hann að snúa við til Reykjavíkur. Þaðan var svo lagt af stað í alvöru klukkan 11,30 f. h. Nú gekk allt að ósk- um, og brátt vorum við í glampandi sól- skini í 20 þúsund feta hæð. Allt lék í lyndi um borð. Það var sungið, Skúli Þorsteinsson orti, héraðskeppni fór fram í „Olsen 01sen“ og tvær kempur sátu baki brotnu yfir blindskák, sem reyndar lauk með jafntefli eftir 6 leiki. Tíminn leið óðfluga, og áður en varði var Hrímfaxi lentur á Tirstrup. Þar tóku á móti okkur tvær danskar blómarósir, sem fylgdu okkur til Vejle, borgarinnar fögru, sem átti eftir að angrun byrginn og lætur okkur svo eftir háðan leik og að móti loknu taka enn fastar höndum saman í vorverkum þjóð okkar til heilla og æskulýð hennar. Heil öll til þeirrar Hildar. Sígi nú saman fylkingar til mannbætandi orrustu og þroskavænlegrar. Ellefta landsmót U. M. F. 1. er sett. Eiríkur J. Eiríksson. verða dvalarstaður okkar næstu daga. Við komuna þangað tók á móti okkur for- stöðumaður mótsins, Arnth Jensen, og bauð okkur velkomin. Tilkynnti hann okkur jafnframt, að hópnum yrði skipt niður á dönsk heimili til dvalar. Og ekki höfðum við fyrr lokið við kvöldverðinn en gestgjafarnir komu og drifu fólkið í háttinn. Sumir tóku að- eins einn, aðrir tvo, en flestir fóru fimm saman. Ekki var laust við að ég væri dálítið kvíðinn út af þessari ráðstöfun. í fyrsta lagi vegna þess að margir kunnu lítið sem ekkert í dönsku og í öðru lagi myndi fólkið ekki fá þann undirbúning, hvíld og félagslega sameiningu, sem þarf fyrir erfiða keppni sem þá, er í vændum var. Enda kom það á daginn, þegar út í keppn- ina kom, að margir voru ekki nægilega hvíldir. Þeir, sem lengst þurftu að fara í nátt- stað, bjuggu 15 kílómetra fyrir utan borg- ina. Hins vegar ber að geta þess, að þetta var af góðri meiningu gert og í tvennum tilgangi: að tryggja góðan aðbúnað hin- um íslenzku gestum til handa og gefa þeim tækifæri til að kynnast dönskum heimilum og heimilisvenjum. Og eitt er víst, að þetta glaða og gest- risna fólk, sem hýsti okkur þessar fimm nætur í Vejle, á ríkan þátt í því að gera dvölina þar ógleymanlega. Fyrir hádegi næsta dag var æft saman á hinu glæsilega íþróttatvæði íþróttaskól- ans í Vejie (Den jyske Idrætsskole). Vor- um við furðu lostin yfir þeim fullkomnu íþróttamannvirkjum, sem skólinn hefur yfir að ráða, og óskuðu víst margir þess 14 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.