Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 19
Þeir, sem giímdu, auk Ármanns, voru þeir Garðar Eriendsson úr Reykjavík og Þórir Sigurðsson frá Haukadal. Daginn eftir, laugardaginn 22. júlí, hélt frjálsíþróttakeppnin áfram og lauk síð- degis þann dag. Ragnheiður Pálsdóttir náði öðru sæti í kringlukasti, kastaði 35.80 m., sem er að- eins 32 cm. styttra en gildandi íslands- met. Kristín Tómasdóttir varð 6. með 25.56 m. Ingólfur Bárðarson sigraði glæsilega í hástökki, stökk 1.81 m. Hörður Jóhannsson varð nr. 7, stökk l. 65 m. Báðir komust þeir í sunnudags- keppnina. Ágúst Ásgrímsson og Brynjar Jens- son sáu um að ísland fengi tvö fyrstu sætin í kúluvarpi, Ágúst varpaði 14.27 m. , en Brynjar 13.19 m. Sigrún Jóhannsdóttir stökk 1.45 m. í hástökki og varð nr. 2. Hún átti mjög góðar tilraunir við 1.50 m., sem hefði orðið nýtt Islandsmet. En það átti eftir að koma seinna. Svala Lárusdóttir stökk 1.30 m. Þegar hér var komið sögu, voru að- eins tvær greinar eftir. Islenzki karlaflokkurinn hafði nú það mikið forskot, að ekkert gat komið í veg fyrir sigur hans í stigakeppninni. Islenzka kvennaliðið var enn í öðru sæti, vantaði aðeins 60 stig til að ná foryst- unni. Haukur Engilbertsson varð 3. í 1000 m. hlaupinu á 2.42,4 mín., en Guðm. Hallgrímsson 6. á 2.44,2 mín. I 200 m. hlaupinu lentu ísl. stúlkurnar aftur í síðustu riðlunum. Guðlaug vann 9. riðil á 28.8 sek. og náði 4. sæti. Mikkeiína Pálmadóttir vann 10. riðil á 30.5 sek. Þar með var keppninni lokið. Allir þátt- takendur í förinni höfðu fengið að reyna sig og allir gert sitt bezta. Flokkurinn hafði sýnt Ungmennafélagi Islands þann sóma að sigra í stigakeppn- inni, hlaut samtals 15.627 stig með Rand- ers amt í öðru sæti með 13.869 stig. Karlaflokkurinn sigraði með yfirburð- um, en kvennaflokkinn skorti aðeins 41 stig til að ná Randers amt, sem vann verðskuldaðan sigur. Á sunnudaginn fór svo fram aukamót á Vejlestadion að viðstöddum 20 þúsund áhorfendum. 12 Islendingar höfðu náð því marki að komast þangað. Árangur þeirra varð mjög glæsilegur, því að öllum tókst að verða meðal fjög- urra fyrstu í sínum greinum. Sigruðu þeir í 4 greinum af 10, unnu tvenn önnur verðlaun og þrenn þriðju verðlaun. Eitt íslandsmet var sett. Stúlkurnar settu aftur met í 5x80 m. boðhlaupi, hlupu nú á 54.5 sek. Að morgni mánudags, 24. júlí, kvaddi ísl. flokkurinn Vejle og sína góðu vini, sem þeir höfðu eignazt þar. Var nú haldið af stað í eins dags ferðalag um Suður-Jótland með þeim ágætasta bifreiðarstjóra, sem ég hef kynnzt til þessa, að öðrum ágætum ólöst- uðum. Hann var allt í senn: bifreiðai’- stjóri, fararstjóri og söngstjóri. Voru flestir merkustu sögustaðir héraðsins skoðaðir í dásamlegu veðri. Um kvöldið var komið til íþróttaskól- ans í Sdnderberg, þar sem Jón Tr. Þor- steinsson, íþróttakennari, tók á móti okk- SKIN FAX I 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.