Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 20

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 20
Rœba vib setningu sambandsþings U.M.F.Í. ab Laugum 29. júní 1961 „Sá einn, er skilið hefur, hvað eigið þjóðerni er, mun kunna að meta þjóð- leg verðmæti annarra". Próf. Hal Koch. Við höfum nýlega fagnað, íslendingar, sigri í síðustu orrustunni á vígvelli frels- isbaráttunnar í styrjöld kynslóðanna öld- um saman við Dani. Ávallt hefur leikurinn verið ójafn, og er sigur okkar mikill. Afhending handrit- anna er samþykkt með 110 atkvæðum gegn 39. Ýmsir Danir virðast ekki una þessum málalokum. Er ekki okkar að dæma þar, en hætta gæti verið búin málstað okkar; þó væntum við hinna beztu mála- loka og látum Dani um innbyrðis erjur. Líklega hefur pólitík komizt inn í málið, og kemur slíkt vart okkur á óvart, en ekki er þó hér um flokksmál að ræða. Hinu furðar okkur á, að lítið gætir í þessu máli sjónarmiðs, sem virðist auð- sætt okkur fslendingum, þótt tilfinninga- mál sé, ef til vill, meir en að um lagarétt sé að ræða. ur. Vorum við þar í góðu yfirlæti um kvöldið, skoðuðum húsakynni skólans, horfðum á sjónvarp frá landsmótinu í Vejle og þáðum veitingar hjá námsmeyj- unum. Var gist í skólanum um nóttina. Árla næsta morguns var svo haldið af stað til Kaupmannahafnar. Þegar þangað kom, fengum við tilboð um að keppa á íþróttamóti í Holte, smábæ í útjaðri Kaup- mannahafnar. Þáðum við það boð, og kepptu flestir fslendingarnir þar á miðvikudagskvöld, 26. júlí. Sigruðu þeir í 8 greinum, og þrið.ja fs- landsmetið í föi-inni var sett. Setti það Oddrún Guðmundsdóttir í kúluvarpi, varp- aði 11.04 metra. Daginn eftir fór fyrsti hópurinn heim til íslands, aðrir þátttakendur næstu daga. Þar með var þessari fyrstu utanför U. M. F. í. í frjálsum íþróttum lokið. Óhætt er að segja, að förin hafi í alla staði heppnazt vel. Eiga Danir miklar þakkir skilið fyrir þstta glæsilega boð og þær móttökur, sem flokkurinn fékk í Danmörku. Þá ber að þakka öllum þeim einstakl- ingum og félögum hér heima, sem lögðu sitt af mörkum til að hægt væri að þiggja boðið. Síðast en ekki sízt á íþróttafólkið sjálft miklar þakkir skilið fyrir þann góða ár- angur, sem það náði í förinni og sóma þann, sem það sýndi íslandi með fágaðri framkomu sinni utan vallar sem innan. Sigurður Helgason. 20 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.