Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 22

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 22
Danir geta ekkert hlotið úr konungs hendi annað en það, sem frá þeim sjálfum er komið og er danskt. Danskur háskóli hefur um of orðið aðili þessa máls. Er athyglisvert, hvað Grundtvig segir um vísindamennsku Dana og handritin. Fer hann hörðum orðum um brottflutn- ing handritanna úr landi og telur að hann liafi verið til tjóns Islendingum og vís- indunum. Svo litla rækt hafi danskir vís- indamenn um hans daga og fram til þeirra lagt við þessar menningar gersemar. Að vísu hafa Danir bætt ráð sitt eftir daga Grundtvigs í þessu efni, en ummæli hans sýna sígildan sannleika, að þjóðleg verð- mæti eiga aðeins heima þar sem þau eru til orðin og verða aldrei annað en oln- bogabörn í öðru landi með framandi þjóð. En hér ber okkur þó einmitt að gæta varfærni. Sumum hættir til að fagna væntanleg- um sigri í handritamálinu án skilnings á því, hver öfl með frændþjóð okkar hafa verið að verki. Við tölum um Islandsvini með frænd- um okkar á Norðurlöndum og þá í þessu sambandi einkum í Danmörku. Auðvitað eigum við ágæta vini meðal annarra þjóða, en við verðum að muna, að veröld er hjartahörð og að rétturinn verður einatt að víkja í samskiptum þjóða. Skilyrði þess, að ein þjóð líti á rök annarrar, er, að hún finni þau í eigin barmi og for- sendur þeirra. Merkur íslenzkur athafnamaður sagði við mig eitt sinn, er við flugum yfir Askov-héraðið í Danmörku: ,,Hér býr kjarni dönsku þjóðarinnar“. Jörgen Jörgensen fyrrverandi mennta- málaráðherra Dana reyndist okkur frá- i bærlega vel í handritamálinu, en hefur því verið á lofti haldið hér á landi, að hann er einn helzti forystumaður dönsku lýðháskólanna? Hann er átján ára, þegar hann fer í lýðháskóla. Báðir foreldrar hans voru lýðháskólanemendur. Frá blautu barnsbeini tók Jörgensen þátt í félags- hreyfingu lýðháskólanna. Jörgensen segir: „Lýðháskólalífið er ef til vill í augum viturra manna barnalegt og einfeldningslegt. Þannig er það máske séð af háum sjónarhóli, en líti maður í kringum sig meðal dönsku þjóðarinnar og út yfir danskt akurlendi, blasa alls staðar við áhrif dönsku lýðháskólanna. Lýðháskólinn skapaði vöxt og þroslca í dönsku þjóðlífi og studdi að framförum, félagslegum og atvinnulegum. Einmitt nú“, þetta er ritað á hernámsárunum, „hefur sannast gildi þjóðlegrar lífsskoð- unar hans. Þjóðleg lífsskoðun hans varð hornsteinn frjórrar og sterkrar þjóðar- einingar". Á árunum 1930—’40 áttu lýðháskólarn- ir í Danmörku allmjög í vök að verjast. Jörgensen var þá menntamálaráðherra og bjargaði þeim með nýrri lýðháskólalög- gjöf. Margir hægri menn hafa reynzt Jörgensen þungir í skauti í handritamál- inu. Þar er ekki um einangrað viðhorf að ræða. Þeir voru honum það einnig í lýðháskólamálinu. Skyggnumst vandlega eftir skyldleika þeirra viðureigna. J. Jörgensen víkur að vitringum þessa heims, er líti úr mikilli hæð niður á rómantík lýðháskólamannanna, þeirra er Grundtvig mótaði og kemur fram í við- horfi hans til 18. aldarinnar og Bjarni Thorarensen og Fjölnismenn boðnðu hér 22 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.