Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 38

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 38
lögin safni áskrifendum að Skinfaxa. — Vinsamlegast sendið nú þegar greiðslu fyrir Skinfaxa árið 1960 — kr. 30,00. Þrastaskógur. í sumar var mikið unnið í Þrastaskógi. Þar var sléttaður myndarlegur leikvang- ur og lagður að honum vegur. Árlega eru þar gróðursettar 5—6 þúsund trjáplöntur. Fjöldi gesta heimsækir skóginn, og er um- gengni þeirra með ágætum. Sambandsstjórn U. M. F. I. hvetur ung- mennafélögin til þess að vinna ötullega að skógrækt í sínum heimahögum. Munið að geta þess í ársskýrslum, ef félögin vinna að skógræktarmálum. Héraðsmót og aðrar samkomur ungmennafélaga. Sambandsstjórn vill sérstaklega brýna fyrir ungmennafélögum að gera allt, sem er í þeirra valdi, til þess að allar sam- komur, sem þau standa að, fari fram með reglusemi og myndarbrag. Sérstaklega hvetur hún til þess, að vanda til skemmti- atriða og vinna að þeim af félagsmönnum sjálfum, eftir því sem við verður komið. Ungmennafélögin standa að fjölmörgum mannfundum víða um land á hverju ári. Þau ættu því að geta haft áhrif á sam- komumenningu þjóðarinnar. Hin nýju, myndarlegu félagsheimili, sem byggð hafa verið á síðustu árum, eiga að vera menningarmiðstöð viðkomandi byggð- arlaga. Þau eiga að veita ungmennafélög- unum aðstöðu til heilbrigðs félagslífs og einstaklingnum aukinn félagsþroska. Leikstarf ungmennafélaganna hefur ver- ið og er merkur menningarþáttur í starf- semi félaganna. Þann þátt þarf að auka og efla. 1 þeim efnum eiga félagsheimilin að veita gott skjól. Bindindismál. Ungmennafélögin hafa bindindi um nautn áfengra drykkja á stefnuskrá sinni. Þau vilja vernda æskulýðinn gegn neyzlu þeirra og vinna að útrýmingu skaðnautna úr landinu. Það er því miður ekki á valdi ungmennafélaganna einna að útrýma áfenginu, en með góðri fyrirmynd og já- kvæðu félagsstarfi geta þau veitt mikið lið. Ungmennafélögin verða að leita allra ráða til þess að þær samkomur, sem eru á þeirra vegum, séu til fyrirmyndar og lausar við ómenningu áfengisneyzlunnar. Ef þeim tekst það ekki, þá hafa þau bognað fyrir hættulegum tíðaranda. Ung- mennafélögunum verður að vera ljóst, að hér er þjóðfélagsleg hætta á ferðum. Þau mega ekki gefast upp í baráttunni. íþróttir. U. M. F. í. greiðir % hluta af launum íþróttakennara, en hálfan þann hluta, ef félagið eða héraðssambandið er einnig í I. S. 1. Þau ungmennafélög, sem ætla að fá íþróttakennara í vetur, en ekki hafa þegar tryggt sér hann, ættu að láta stjórn hér- aðssambands síns eða skrifstofu U. M. F. í. vita sem fyrst. Síðastliðið ár höfðu 10 héraðssambönd samtals 36 kennara. — Kennslu nutu 875 konur og 1750 karlar, eða samtals 2626 einstaklingar. Héraðs- samböndin og einstök ungmennafélög stóðu að fjölmörgum íþróttamótum víða um land síðastliðið sumar. Starfsíþróttir. Síðastliðið sumar voru æfðar starfs- 38 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.