Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 39
íþróttir hjá mörgum ungmennafélögum. Á landsmótinu að Laugum var keppt í bú- fjárdómum, dráttarvélaakstri, jurtagrein- ingu, gróðursetningu trjáplantna, saumi og línstroki og matreiðslu. Þátttakendur voru um 100. Þau félög, sem vilja fá upplýsingar og aðstoð í starfsíþróttum, eru beðin að leita til skrifstofu U. M. F. 1. Utanför. 1 sumar var haldið norrænt íþróttamót í Vejle í Danmörku. Ungmennafélag Is- lands sendi 30 frjálsíþróttamenn á mót- ið, karla og konur. Alls var hópurinn 40 manns, auk fararstjóra og gesta. Þátttak- endur voru valdir að loknu landsmótinu að Laugum. íslenzku piltarnir unnu keppni í frjálsum íþróttum. Stúlkurnar urðu í öðru sæti. Samanlagt urðu íslenzku þátttakend- urnir hæstir. Þetta var fyrsta hópför ís- lenzkra frjálsíþróttamanna frá U. M. F. í. til keppni á erlendri grund. Saga U. M. F. I. Munið að senda skrifstofu U. M. F. I. ágrip af sögu félaganna. Það er mjög áríð- andi vegna væntanlegrar útgáfu á sögu U. M. F. I. Skattar og skýrslur. Þau ungmennafélög, sem ekki hafa enn sent skýrslur og skatta til viðkomandi héraðssambands fyrir árið 1960, eru beðin að gera það nú þegar. Þau félög, sem ekki standa í skilum með skýrslur og skatta, eiga á hættu að njóta ekki styrkja frá hinu opinbera til kennslu og annarra fram- kvæmda. Skattur héraðssambandanna til U. M. F. í. er kr. 5,00 af hverjum reglu- legum félagsmanni fullra 16 ára. Félagatal og félög. 19 héraðssambönd eru nú í U. M. F. 1. Innan þeirra vébanda eru 173 félög með samtals um 9851 félagsmanni. Auk þess eru 5 ungmennafélög í U. M. F. I. utan héraðssambands með um 874 félögum. IJm 20 ungmennafélög eru ekki talin hér með. Þau eru utan héraðssambanda eða eru í vanskilum. Félagsbundnir ungmennafélag- ar eru alls um 12000. Samþykktir og bréf. Munið að lesa samþykktir síðasta sam- bandsþings í Skinfaxa. Félagsformenn eru beðnir um að lesa þetta bréf á félags- fundi. Kæru félagar! Vetrarstarfið í ungmennafélögunum er nú að hefjast. Sinnið því af alúð með það í huga, að þroska sjálfa ykkur og félaga ykkar í starfi og leik. Á þann hátt veitið þið hugsjónum ungmennafélaganna bezt lið. íslandi allt. Eiríkur J. Eiríksson (sambandsstjóri) Skúli Þorsteinsson Jón Ólafsson (varasambandsstjóri) (ritari) Ármann Pétursson Stefán Ól. Jónsson (gjaldkeri) (meðstjórnandi) Lárus Halldórsson Gestur Guðmundsson (varastjórn) (varastjórn) Gefendur verðlaunagripa á Landsmóti U. M. F. í. 1961 Frjálsíþróttasamband íslands, Ung- mennafélag Keflavíkur, Ungmennafélag Bessastaðahrepps, Ungmennasamb. Kjal- s K I N F A X I 39

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.