Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 44

Skinfaxi - 01.04.1961, Side 44
r ““ 1 STÖKUR eftir Skúla Þorsteinsson KVÖLD. Lýlmr dagsins önnam, finn ég fró. Friður rikir, djúp er livöldsins ró. Vors i örmum blunda blómin smá. Blessar aftankyrrðin land og sjá. FRIÐUR. Undur mjúkur elfarniður, andardráttur, töframál, Þessi helgi fjallafriður flytur yl i mína sál. VÖGGUVÍSA. Litla drcnginn dreymi, draumar liði um brá. Drottinn drenginn geyrni. drenginn mamma á. FLÍSIN. Aldrei skaltu fjasa um flis falda i grannans taugum, meðan brotinn blalikur ris bjálki i sjálfs þíns augum. HEILRÆÐI. Illu skjótast föllum frá, fœrri málin svikjum, lykla þvi að enginn á enn að himnaríkjum. EYJAN HVÍTA. Þó að vetri og viki sól, vefji myrkur dal og hól, Eyjan hvita er mitt skjól út við kaldan norðurpól v______________________________________> Frá skrifstofu U.M.F.Í. Skattar og skýrslur. Héraðsstjómir eru beðnar að gæta þess vel, að skattar og skýrslur berist skrifstofu U. M. F. f. á réttum tíma. Sendið nú þegar skatta og skýrslur fyrir árið 1960. Þau héraðasambönd, sem ekki senda skatta og skýrslur á réttum tíma, eiga á hættu að missa réttindi gagnvart U. M. F. L, svo og rétt tilstyrkja frá opinberum aðilum. Skattur til U. M. F. f. er kr. 5,00 af hverjum félagsmanni fullra 16 ára og eldri. Skinfaxi. Munið að greiða Skinfaxa skilvíslega. Greiðið nú þegar árg. 1960 og eldri skuldir. Framvegis verður Skinfaxi aðeins sendur skilvísum áskrif- endum. Árgangurinn er kr. 30,00. Unsmennafélög! Munið Skinfaxa! Árið 1960 var öllum rmgmennafélögum sent eiit eintak af Skinfaxa í þeirri trú að þau vildu halda honum saman og greiða árgjald skilvíslega. Kr. 30,09 er ekki stór upphæð fyrir hvert félag, en safnast þegar saman kemur, ef öll félögin sýna málgagni sínu þá ræktarsemi að kaupa það og greiða skilvíslega, þá er það mikill styrkur. Munið að senda nú þegar greiðslu fyrir Skinraxa árið 1960. Auglýsendur! Munið þá, sem auglýsa í Skinfaxa. Látið þá njóta viðskipta. Ársbréf sambandsstjórnar til ungmennafélag- anna hefur undanfarið verið sent með eyðublöð- um undir ársskýrslur félaganna, en er nú í þess stað birt í Skinfaxa. 44 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.