Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 48
22. sambandsþing Ungmennafélags íslands 1961 22. sambandsþing Ungmennafélags íslands var haldið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu dag- ana 28. og 29. júní 1961,. Sambandsstjóri UMFÍ, séra Eiríkur J. Eiríks- son, setti þingið með ræðu, Gestir þingsins voru Benedikt G. Waage, forseti í. S. 1, og Pétur Sig- urðsson erindreki. Forseti I. S. I. áþarpaði þingið, og Pétur Sigurðsson flutti ræðu um bindindismál. Forsetar þingsins voru Jón Hjartar og Ketill Þórisson, en ritarar Tómas Jónsson og Sveinn Jónsson. Helztu mál þingsins voru þessi: íþróttamál, starfsíþróttir, bindindismál, skógræktarmál, félags- heimilin og rekstur þeirra, félagslegt uppeldi. Helztu samþykktir þingsins: 22. sambandsþing UMFÍ þakkar störf héraðs- skólanna og alþýðuskólans að Eiðum að málefn- um ungmennafélaganna. Reynslan sýnir, að í þeim héruðum, sem samvinna ungmennafélaganna við héraðsskólana er virk, eru ungmennafélögin ve! starfandi. Því beinir þingið þeim tilmælum til sambandsfélaganna og sérstaklega stjórna hér- aðssambandanna, að viðhalda náinni samvinnu 32. — Rg5 var sennilega sterkara. 33. h3—h4 h7—h5 34. Rf3—e5 Kg8—g7 35. Kh2—gl Bf8—c5t 36. Kgl-fl Re4—g3t 37. Kfl—el Be5—b4r 38. Kel—dl Bd5—b3f 39. Kdl—cl Rg3—e2f 40. Kcl—bl Re2—c3t 41. Kbl—cl Ha2- —c2 mát. Vegna þess að mér barst ekki í hendur próf- örk af síðasta þætti, urðu þau mistök, að skýr- ingar við þrautirnar vantaði og þar að auki var önnur þeirra rangt prentuð. Ur þessu verður reynt að bæta síðar. Þ. S. Eins og sjá má af orðalagi þáttarins, var gert ráð fyrir að hann birtist snemma á síðastliðnu sumri. við héraðsskólana. Þá hvetur þingið ungmennafé- lögin til þess að efla samstarf samtakanna við aðra skóla landsins, svo sem heimavistarbarna- skóla, bændaskóla, unglingaskóla og kvennaskóla, með tilliti til þess, að samstarf þessara aðila verði báðum til góðs og æskulandsins til uppörfunar og aukins þroska. Þingið fagnar samstarfi íþróttakennaraskóla ís- lands og sérsambandanna um námskeið fyrir íþróttaleiðbeinendur og vekur athygli héraðssam- bandanna á þessum nýja þætti íþróttastarfsins. Jafnframt hvetur þingið héraðssamböndin til þess að styðja sem bezt má verða stöðuga íþrótta- kennslu hjá ungmennafélögunum með: a) um- ferðakennslu í samvinnu við skóla b) aukinni íþróttastarfsemi meðal barna og lciðbeiningum og íþjóttamótum c) námskeiðum, sem standa um nckkurt skeið d) helgarnámskeiðum og leiðbein- endanámskeiðum. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, sem áunnizt hefur í starfsíþróttum á undanförnum árum og leggur áherzlu á eftirtalin atriði: a) meiri sam- vinnu við forráðamenn hinna ýmsu atvinnugreina i landinu b) fleiri leiðbeinendur í starfsíþróttum og meiri samvinnu við skóla, fjölgun starfsgreina, t. d. í sambandi við sjávarvinnu ýmis konar c) endurskoða sumar greinar starfsíþrótta og gera þær einfaldari og auðveldari í framkvæmd. a) Þingið vill að komið verði á árlegri skoðun dráttarvéla hliðstæðri við skoðun biðreiða b) ald- urstakmark við akstur dráttarvéla á vegum úti c) að tryggt verði öryggi ökumanna með þar til gerðum útbúnaði. Sambandsþingið leggur áherzlu á þýðingu fé- lagslegs uppeldis æskulýðsins og skorar á fræðslu- málastjórnina að ætla því rúm í starfsskrá skól- anna, enda sé kennurum ætluð laun fyrir félags- legar leiðbeiningar og hjálp í þeim efnum. Þingið fagnar því, að hreyfing er vakin um að reisa kristilegan lýðskóla í Skálholti og felur stjórn UMFÍ að styðja það mál. 48 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.