Skinfaxi - 01.07.1967, Side 3
Ungmennafélag íslands 60 ára
„Vormenn íslands! -
Yðar bfða
Sólfar var mikið á íslandi sumarið
1907, er Ungmennafélag íslands var
stofnað á Þingvöllum.
Keildarsamtök ungmennafélags-
skaparins hafa löngum verið gagn-
rýnd, en ekki verður um það deilt, að
spor félaganna eru óafmáanleg í þjóð-
lífinu og landssögunni.
Jóhannes
Jósefsson, fyrsti
formaöur
XJMFÍ
1997—1908
Hugsjón ungmenniafélagshreyíing-
arinnar skaut rótum hér á landi við
hagstæð skilyrði, og merki um vor-
yrkjuna má víða sjá og taka yfir lang-
an tíma.
Þróun mála á Norðurlöndum í
bryjun þessarar aldar var hagstæð
frelsiskröfum okkar. Þingræði og
þjóðræði efldist í Danmörku og í Nor-
egi frelsaðist þjóðin undan erlendum
yfirráðum.
Vorbatinn var að vísu tvísýnn.
Danir höfðu háð styrjöld við Þjóð-
verja og herir Svía og Norðmanna
stóðu albúnir til atlögu árið 1905.
Trúin á verkfærið, en ekki á vopn-
ið, bjargaði, verkfærið í hendi rækt-
unarmannsins og uppbyggjandans.
Er öldur átakanna risu sem hæst
með Svíum og Norðmönnum, ritaði
Friðþjófur Nansen hið mikla átrúnað-
argoð norks æskulýðs:
„Norska og sænska þjóðin eiga að
standa saman. Verði ráðist á Svía
munum við Norðmenn rísa upp þeim
til varnar af fremsta megni.
En til þess verða báðar þjóðirnar að
vera frjálsar. Bandalag aðila, sem
ekki njóta jafnréttis er hættulegt.“
SKINFAXI
3