Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Síða 5

Skinfaxi - 01.07.1967, Síða 5
felld stefnuskrá hans síðar sem stjórn- málaleiðtoga. í augum margra er Jónas hinn mikli flokksmaður og bardagahetja, en ræktunarhugsjónir er rótin að lífs- verki hans, brennandi framfarahugur. Á árunum 1921—1930 voru formenn U.M.F.Í. traustir menn, er nutu vin- sælda og virðingar, þeir Magnús Stefánsson og Kristján Karlsson. Þennan áratug urðu miklar fram- farir á íslandi fyrir atbeina ung- mennafélaga, er nú voru horfnir úr félögunum. Þeir voru Jónas frá Hriflu ^ryggvi Þórhallsson, bændaleiðtog- inn ágæti og Ásgeir Ásgeirsson, hurfu yfir á vígvöll stjórnmálanna og um hríð var sem herútboð þetta væri fél- agsskap okkar um megn og heimavíg- stöðvarnar yrðu vanræktar. Nýir menn koma fram til forystu. Aðalsteinn Sigmundsson verður for- Jónas Jónsson formaður 1917—1921 SKINFAXI Hesturinn var aðalfarartækið á hátíðinni við konungskomuna á Þingvöllum 1907, þegar UMFÍ var stofnað maður U.M.F.Í. á Þingvöllum 1930. Á vetrum var hann við kennslu og fé- lagsleg uppbyggingarstörf. Á sumrum vann hann lengi í Þrastaskógi. Hann var alla ævi að leita að gróðurnál í vorkaldri jörð til þess að veita henni vöxt og aðhlynningu. Hann mótaði mjög íþróttalög Hermanns Jónassonar. Landsmótin, er hófust aftur með Haukadalsmótinu árið 1940, efldust við þau lög, og fyrir starf íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar, sem og ung- mennafélagshreyfingin yfirleitt. Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, hefur verið félagsskapnum ómetanlegur styrkur, hvað íþróttamálin snertir. Daníel Ágústínusson hefur m. a. unn- ið mikið starf í íþróttanefnd ríkisins sem fulltrúi U.M.F.Í. Sigurður Greips- son hefur verið félagsskapnum styrk stoð um áratugi. Hann er eins og fyrstu leiðtogarnir og aðrir margir hér nefndir og ónefnd- ir, forystumenn og óbreyttir liðsmenn, 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.