Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1967, Page 15

Skinfaxi - 01.07.1967, Page 15
með orðunum „góð skemmtan11 er þá vissulega ekki átt við mannspillandi skrípalæti, en því miður snýr nú stundum hagnaðarvonin þessu svo við í höndum þeirrar kynslóðar, sem á að þroska og göfga þá yngri, að gull þyk- ir henni tetra en góð skemmtan. Og þá stöndum við allt í einu og fyrirvaralítið frammi fyrir þeirri spurningu, sem er dæmigerð fyrir okkar tíma, spurningu, sem beinir kastljósi sínu að okkur, sem eldri er- um, og eigum samkvæmt reglum ald- anna, að leiða börn okkar nokkurn spöl: Hvað er það, sem gerir það að verk- um að frá hinum svokölluðu „velferð- arríkjum“ heyrast sí og æ hávær klögumál og látlausar upphrópanir um lífshætti og framferði ungs fólks? I linnulausri síbylju er því borin á brýn eyðslusemi, iðjuleysi, drykkju- skapur, lauslæti, skemmdarfýsn, glæpahneigð í ýmsum myndum og misferli hvers konar. Það er léttast allra hluta að kasta sökinni á þetta æskufólk vafninga- laust, og minn^st með krókódílatárum alls þess, sem við teljum okkur hafa fyrir það gert og átti auðvitað allt góðri lukku að stýra. En lítum okkur nú nær, andartak, og minnumst þess einkennis, sem hvað mest er áberandi í einu velferðarríki, og enda af fróð- um mönnum talin undirstaða viðvar- andi sællífis, en það er hin öra velta peninganna, hið háþróaða viðskipta- kerfi, hið miskunnarlausa kapphlaup í veiðistöð gróðans. En þar er, því mið- ur, eins og flest sé sveigt að því marki að ginna æskufólk — og alveg sérstak- lega æskufólk, — til þess að eyða sem hæstri upphæð fyrir sem mest fánýti. SKINFAXI Buðmundur Böðvarsson ílytur ræðu sína á Húsafcllsmótinu Netin eru lögð langs og þvers. Næst- um í hverjum búðarglugga má sjá, hve gífurleg áherzla er á það lögð að komast sem dýpst ofan í vasa hálf- vaxinna unglinga. Búðarhola, sem við hér í daglegu tali köllum „sjoppu“, er byggð við hverjar skóladyr, — og verður í rauninni engum lagt til lasts, er svo gerir, því þar sem lögmál hinn- ar frjálsu samkeppni ríkir í almætti sínu, er það geigvænlega harðleikið hverjum þeim sem tregðast við að hlýða því. Og það lögmál gerir tæp- 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.