Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Síða 16

Skinfaxi - 01.07.1967, Síða 16
ast ráð fyrir öðru, en reynt sé á hvern hátt, sem ekki varðar við lög, að ginna af unglingunum hvern pening sem þeir hafa yfir að ráða, — og þeir eiga að hafa yfir miklum peningum að ráða, annars er ekki um velferðarríki að ræða. Ástæðulaust er að gleyma því, að velferðarríkið hælir sér af að það kosti kapps um að veita barninu siðmenn- ingarlegt uppeldi. En meðal fyrstu leikfanga sem smástrákurinn fær í hendur eru eftirlíkingar hvers konar morðtóla, litskrúðugar eftirlíkingar af þeim amboðum hins fullkomna sið- leysis, sem nú ógnar þeirri menningu er við þó enn viðurkennum í orði. Enda er svo komið, fyrir fordæmi hinna eldri, að ungur maður getur helzt ekki verið þekktur fyrir að fara á góðum degi út í guðsgræna náttúr- una öðru vísi en alvopnaður, svo hann fái svipt lífi eitthvert dýr, og helzt sem flezt, sér til yndis og hugarhægð- ar. Ég tek það fram, að það er síður en svo að þetta eigi sérstaklega við okkur hér, en hitt er aðeins almenn staðreynd, að drápsæði mannsins er á góðum vegi með að útrýma ótöldum tegundum dýra. Saga geirfuglsins okkar hefur gerzt og er að gerast í öll- um heimsins hornum. Velferðarríkið er stolt af tækni sinni til lærdóms og þekkingarauka hvers konar, kvikmyndinni, sjónvarpinu, svo eitthvað sé nefnt af mýmörgu. Víst hillir hér undir mikla möguleika, — og þó veit allur heimurinn að þessi sama tækni ber inn í daglegt líf not- enda sinna margt, sem aldrei skyldi þrífast. Er þar fjölmargt til ginningar gert, byggt á þeirri staðreynd, að það er beinlínis auðvelt að græða fé á því að draga mann'lega siðgæðisvitund niður í svaðið, en býsna fyrirhafnar- samt og oftast vanþakklátt verk — að lyfta henni til meiri þroska. í því sam- bandi minnist ég þess að við íslend- ingar höfðum og höfum enn, að ég held, starfandi hóp manna, sem á að hafa eftirlit með því að ekki séu sýnd- ar hér svokallaðar siðspillandi kvik- myndir. En ef þessi eftirlitsnefnd er enn með lífsmarki, þá á hún áreiðan- lega við ramman reip að draga. Hvaða kvikmyndahús vill láta taka frá sér feitustu bitana: léttúðarmyndirnar, hryllingsmyndirnar og glæpamyndir af fjölbreyttustu gerð? Ég trúi að þetta kvikmyndaeftirlit okkar slái af kröfunum gegn aldurstakmörkun sýn- ingargesta. „Börnum innan 12 ára bannaður aðgangur“, stendur gjarnan í auglýsingunni, — og er miklu væn- legra til árangurs en nokkur önnur auglýsingabrella til þess að fá sem flesta á ungum aldri inn á þá sýningu, sem þeim er bannað að sjá. — Nú er ég ekki að halda því fram að eftirlits- nefndin okkar vilji ækki vel með störfum sínum, en við ættum öll að þekkja íorvitni hins viðkvæma aldurs- skeiðs á þeim hlut sem bannaður er, og hvaða ávinning getum við haft af því að vera að leiða fyrir sjónir okk- ar unga fólks, jafnvel þó að eldri séu en tólf ára, þær myndir sem kannski eru ætlaðar fyrst og iremst til pess að vera nokkurs konar nautnalyf þeim vanrækta hópi, sem stórborgir millj- ónaþjóðanna sjá sér hag í að halda á sem lægstu menningarstigi? Hér er enn sama sagan: hin freka viðleitni eldri kynslóðarinnar til þess að draga sér fé úr pyngju hinna yngri án til- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.