Skinfaxi - 01.07.1967, Side 18
bernsku, ýmsum forgömlum kenni-
setningum, sem bæði stangast á við
nútímalega þekkingu og heilbrigða
skynsemi. Já, það er margt sem manni
kemur í hug, margt sem ég mun ekki
einu sinni tæpa á hér, því til þess er
hvorki staður né stund.
Og nú skyldi enginn ætla að ég sé
haldinn af svartsýni gagnvart okkar
æskufólki, því það er nú eitthvað ann-
að. Undanfarin ár hef ég æ oftar orðið
þess var, að það er af sjálfs sín brjóst-
greind að ávinna sér gleggri skilning
og betri og raunhæfari yfirsýn í því
umhverfi sem nútíminn skapar því,
heldur en við sem eldri erum að ár-
um. Vissulega mun það snúast af
fullri einurð gegn mörgum þeim ó-
sóma, sem við höfum klúðrað okkur í.
Stundum þegar tíðindin frá fjar-
lægum löndum yfirþyrma okkur og
fylla okkur hryllingi, þá bera þau þó
með sér einn ljósgeisla: andúðarfull
viðbrögð ungra manna og kvenna víða
um heim, gegn hinu algjöra siðleysi,
gegn styrjöldum, gegn múgmorðum,
kúgun og tortímingu. Þessum geisla
er að vísu ekki hleypt í gegn viðnáms-
laust, eldri kynslóðin sér um það,
samt veit ég að hann nær til marga
og yljar fleirum en mér. Ég veit að
æska þessa lands mun snúast til liðs
við hann með jafnöldrum sínum, hvar
sem er í veröldinni og leita út í sól-
skinið úr skugga atómsprengjunnar.
Og ég vona að hver samfagnaður ungs
fólks í okkar landi, eins og sá sem hér
er til stofnað í friði og góðri gleði,
miði til sömu áttar. Ég vona að við
trúum öll á sólina, þó stundum komi
dimmir, kaldir dagar.
Til er gamalt og gleymt kvæði, sem
heitir Talaö viÖ ungt fólk, sem ég vil
að endingu leyfa mér að lesa:
TALAÐ VIÐ UNGT FÓLK
Þú, œska míns lands, sem lifir hið himneska vorið
þegar „loftið er draumablátt“
og bíður með óþreyju eftir að höll þín rísi
og ætlar að byggfa hana hátt,
þig kveð ég um stund að streng hinnar gömlu hörpu,
sem afi þinn hefur átt.
Sú harpa var stundum það einasta sem hún átti,
þín œtt, í landinu því
er hlúir þér nú, sínu barni, með blessandi hendi
við brjóst sín gjöful og hlý,
já, margt hefur gerzt, — og sumt sem af alhug við óskum
að aldrei gerist á ný.
18
SKINFAXJ