Skinfaxi - 01.07.1967, Síða 39
Því ekki kemur til mála að hverjum
sem er sé leigð aðstaða til skemmt-
anahalds í Vaglaskógi.
Yfirlit yfir félagatölu.
Konur: Yngri en 16 ára 113
16 ára og eldri 227
Karlar: Yngri en 16 ára 131
16 ára og eldri 443
Samtals 574
Þessar íþróttagreinar : Lðka félags-
menn: Sh in
P X 2 co öjO G O) u P u p G o & 5h CÖ U CÖ K/ KH cö s co w
Badminton 16 20 6 30 72
F'imleikar . .. 6 7 2 1 16
Frjálsíþróttir .... .. 47 GO 16 55 178
Handknattleikur . . 84 46 24 20 174
Knattspyrna G6 . . . 119 51 170
SkautaLþrótt .... . . . 10 18 2 5 35
Skotíimi .... 11 11
S'und ... 25 40 13 44 122
Samtals 199 350 66 244 859
Mikill áhugi ríkti á ársþinginu fyrir
niálefnum sambandsins og félaganna.
Margar samþykktir voru gerðar og eru
þessar helztar:
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og 7.
naaí 1967, samþykkir að heimila stjórn-
mni að ráða framkvæmdastjóra, eftir
því, sem efni og aðstæður leyfa.“
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og 7.
maí 1967, lýsir sig fylgjandi frumvarpi
Alfreðs Gíslasonar um bann við tó-
baksauglýsingum, sem fram kom á
SKINFAXI
síðasta þingi, og skorar á hið háa Al-
þinngi, að hlutast til um, að sett verði
bann við tóbaksauglýsingum á ís-
landi.
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og 7.
maí 1967, lítur svo á, að Laugaskóli sé
sjálfkjörinn miðstöð fyrir starfsemi
HSÞ.
Fundurinn lýsir undrun sinni og
óánægju yfir því, hve litlar eru fjár-
veitingar til stofnframkvæmda Lauga-
skóla undanfarin ár, einkum ef sam-
anburður er gerður við aðra héraðs-
skóla. Skorar fundurinn á fjárveit-
ingavaldið að rétta hlut Laugaskóla
og veita á næstu árum ríflegar fjár-
hæðir til uppbyggingar staðarins.“
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og 7.
maí 1967, samþykkir að stofna sér-
stakan sjóð af fé því, sem inn kann að
koma vegna ævifélagsgjalda. Tekjum
sjóðsins skal varið til þess að jafna að-
stöðu íþróttamanna til að sækja æf-
ingar. Sjóðurinn skal starfa sam-
kvæmt reglugerð, sem samþykkt verði
af aðalfundi sambandsins."
Eftirfarandi frjálsíþróttamót á
vegum sambandsins voru ákveðin:
Drengjamót 25. júní, héraðsmót 8. og
9. júlí, úrslitakeppni í unglingakeppni
HSÞ 11. ágúst og tugþraut 2. og 3.
sept. Ennfremur voru ákveðin héraðs-
mót í knattspyrnu og sundi.
Úr stjórn sambandsins áttu að
ganga Óskar Ágústsson, Sigurður
Jónsson og Vilhjálmur Pálsson en
voru allir endurkjörnir. Stjórn HSÞ
er þannig skipuð: Óskar Ágústsson,
formaður; Vilhjálmur Pálsson, vara-
íormaður; Sigurður Jónsson, ritari;
Arngrímur Geirsson, gjaldkeri og
Stefán Kristjánsson, meðstjórnandi.
Fréttaritari HSÞ.
39