Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1988, Blaðsíða 5
tins og kannski hefur sést að nokkru í Skinfaxa undanfarið hafa starfsmenn í Þjónustumiðstöð UMFI verið mikið á ferðinni um landið. Farnar hafa verið tjórar útbreiðsluferðir sem svo eru nefndar. Hér er um að ræða fundi sem haldnir eru með stjórnum félaga og sambanda til að kynnast starfseminni, kynna UMFI og það sem heildarsamtökin bjóða upp á og komast að því hvar skóinn kreppir helst að. Þar að auki hafa oft verið haldnir fundir með sveitar- eða bæjarstjómum, farið í heimsóknir í skóla og aðstaðan skoðuð hjá félögum. Fyrsta ferðin var á Snæfellsnes, svæði HSH, í apríl. 1 mars var farið í 9 daga ferð um svæði UÍA, allt Austurland. í apríl var farið á svæði USÚ, frá Skaftafelli til Hornafjarðar. í maí var það USVS, frá Mýrdal til Kirkjubæjarklausturs. Og í júlí síðastliðnum voru það síðan Vestfirðirnir, frá Súgandafirði til Patreksfjarðar. í síðastnefndu ferðinni hafa sjálfsagt einir 400 km. verið eknir að meðaltali þá fimm daga sem ferðin stóð. Fleiri ferðir eru á döfinni.. Fyrstu dagana í ágúst mánuði síðastliðnum gengu Islensk Getspá og IslenskarGetraunirfrásamningi umafnot Islenskra Getrauna af tölvukerfi Islensk- rar Getspár (öðru nafni Uottókassamir). Þegar allt verður frágengið geta getraunaáhugamenn komið með getrauna seðla sína á sölustaði Islenskrar Getspár og afhent þá til stimplunar. í stað þess að Þurfa jafnvel að skilaafsérgetranaseðlum á miðvikudegi í miðri viku getur fólk nú skilað seðlunum á laugardegi hvar sem þnð er statt á landinu, allt að klukkustund aður en þeir leikir hefjast sem eru á seðlinum. Það er ljóst að þetta fyrirkomu- úg kemur landsbyggðarfólki til góða. Hið gamala fyrirkomulag var ekki beysið þegar skila þurfti seðlum með margra daga fyrirvara. Sov er það auðvitað nýtt að söluaðilar eru ekki lengur félögin um aUt land heldur eru seðlamir nú seldir í sjoppum... Litli Bergþór er mjög skemmtilegt fréttabréf Ungmennafélags Biskup- stungna. Það hefur nú komið út í ein níu ár og er orðið nokkuð meira en hefðbundið fréttabréf. Það er prentað í A- 4 broti á 24 síðum og fjallar jafnt um innanfélagsmál, sveitastjórnarmál og menningannál í víðum skilningi þess orðs. I fáum orðum sagt, stórskemmtilegt fréttabréf. Nýlega kom út 2 tölublað 9. árgangs. Meðal fjölbreytilegs efnis er að finna vísnaþátt sem er að mestu helgaður skallanum á Ómari Ragnarssyni og öðrum merkilegum fyrirbrigðum úr spurningaþætti Sjónvarpsins “Hvað heldurðu”. Eitt af þeim fyrirbrigðum sem vöktu athygli var dómarinn skeleggi, Baldur Hermannsson, hann þótti stundum nokkuð harður við að úrskurða að umhugsunartíminn væri úti. Þá fæddist þetta hér gullkom: Ef þið verði ívið sein, Ómars trufluð skvaldri, mundið þið bara mistiltein og myljið haus á Baldri. Islensk menning er við góða heilsu... Óvenjulegt baksundslag Sovét- mannsins Igor Poljanskíys vakti nokkra athygli þegar sýnt var í Sjónvarpinu frá keppni í Sovétríkjunum þarsem hann setti heimsmet í 200 m. baksundi. Poljanskíy synti fyrstu 30 metrana í kafi á bakinu. Þó lítið hafi sést af þessum sundstíl í heim- inum er þetta ekki nýtt fyrirbrigði. Þetta getur nýst sundmönnum vel þar sem þeir teygja hendur fram og sparka með fótunum. Þar með losna þeir við mótstöðuna sem myndast um axlir þegar synt er á hefðbundinn hátt en í þetta þarf mikinn styrk. Ekki er vitað hvort Eðvarð Þór hefur reynt sig með þessum hætti en eitt er víst að þetta á sjálfsagt eftir að sjást á komandi Ólympíuleikum... Bílddælingar eru með íþróttahús í byggingu nálægt grunnskóla staöarins. Saga þess er nokkuð kyndug. Bílddælingar hafa sótt um styrk á fjárlögum til byggingar hússins í ein 20 ár. Nú í ár fá þeir loksins hálfa milljón til undirbúningsvinnu. Undanfarin 20 ár höfðu þeir hins vegar fengið 2000 krónur á ári. “Einu sinni fengum við 2500 krónur”, sagði einn gárungurinn á Bíldudal. “Það var hins vegar snar- lega leiðrétt næsta ár og 2000 krónur nákvæmlega, héldu áfram að streyma inn.” Nú hefur þessi bygging hins vegar fengist samþykkt, arkitekt skilar fyrstu teikningum í þessum mánuði og Bílddælingar stefna að því að steypa sökkla fyrir veturinn. Markmiðið er að Ijúka byggingu hússins á þremur árum... Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.